Justin Trudeau

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Justin Trudeau árið 2014
Justin Trudeau á Vancouver LGBTQ Pride árið 2015.

Justin Trudeau (f. 25. desember 1971) er núverandi forsætisráðherra Kanada. Hann er meðlimur Frjálslynda flokksins í Kanada og er elsti sonur fyrrum forsætisráðherra Kanada, Pierre Trudeau.

Utanríkismál[breyta | breyta frumkóða]

Meðal áherslumála Trudeau eru bætt samskipti við Sameinuðu þjóðirnar. Hann fagnar kjarnorkusamningi stórvelda við Íran og íhugar að taka upp stjórnmálasamband við landið. Trudeau hefur tilkynnt að Kanadamenn ætli að hætta þátttöku í lofthernaðinum gegn Íslamska ríkinu í Írak og Sýrlandi og hefur boðað að allt að 25.000 sýrlenskum flóttamönnum verði veitt hæli í Kanada árið 2015. [1]

Umhverfismál[breyta | breyta frumkóða]

Baráttan gegn loftslagsbreytingum er áherslumál Trudeau.

Félags- og heilsumál[breyta | breyta frumkóða]

Trudeau vill að konur hafi frjálst val um fóstureyðingu og afglæpavæða maríjúana. Hann vill auka réttindi innfæddra í Kanada og koma af stað rannsókn á fjölgun morða innfæddra kvenna. [2]. Hann skilgreinir sig sem feminista. [3]

Störf og einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Trudeau hefur starfað sem kennari, leikari, þjálfari og verkfræðingur. Trudeau er giftur Sophie Grégoire og saman eiga þau þrjú ung börn. Hann er með húðflúr af hrafni á vinstri handlegg sem er innblásið af menningu frumbyggja á Haida Gwaii-eyjum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. http://www.ruv.is/frett/skyring-breyttar-aherslur-i-ottawa
  2. http://www.visir.is/hver-er-justin-trudeau-/article/2015151029765
  3. https://twitter.com/JustinTrudeau/status/646103864454713344