Ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum þann 30. nóvember 2017. Hún samanstendur af Sjálfstæðisflokknum, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og Framsóknarflokknum. Í ríkisstjórninni eru 11 ráðherrar sem skiptast þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur fimm ráðherra, Vinstrihreyfingin - grænt framboð þrjá og Framsóknarflokkurinn þrjá. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa meirihluta á Alþingi með 35 þingmenn. Einn utanþingsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson situr í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð.

Breytingar urðu í ráðuneytinu 14. mars 2019 eftir að Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafði dæmt íslenska ríkið brotlegt í skipun dómara í Landsrétti, Þórdís Gylfadóttir tók þá við embættinu.[1]

Nafn[2] Ráðherra Ráðuneyti Flokkur
Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra Forsætisráðuneyti Íslands V
Bjarni Benediktsson Fjármála- og efnahagsráðherra Fjármála- og efnahagsráðuneyti Íslands D
Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðisráðherra Velferðarráðuneyti Íslands V
Ásmundur Einar Daðason Félags- og jafnréttismálaráðherra B
Kristján Þór Júlíusson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Íslands D
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra D
Lilja Alfreðsdóttir Mennta- og menningarmálaráðherra Mennta- og menningarmálaráðuneyti Íslands B
Guðlaugur Þór Þórðarson Utanríkisráðherra Utanríkisráðuneyti Íslands D
Sigurður Ingi Jóhannsson Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti Íslands B
Sigríður Ásthildur Andersen (þar til 13. mars 2019) Dómsmálaráðherra Dómsmálaráðuneyti Íslands D
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (frá 14. mars 2019)[3] D
Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfis- og auðlindaráðherra Umhverfis- og auðlindaráðuneyti Íslands V


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í Landsréttarmálinu“. Stundin. Sótt 18. mars 2019.
  2. Forsetaæurskurður um skiptingu starfa ráðherra
  3. Forsetaæurskurður um skiptingu starfa ráðherra með breytingum