Fara í innihald

Gavin Newsom

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gavin Newsom
Fylkisstjóri Kaliforníu
Núverandi
Tók við embætti
7. janúar 2019
VararíkisstjóriEleni Kounalakis
ForveriJerry Brown
Varafylkisstjóri Kaliforníu
Í embætti
10. janúar 2011 – 7. janúar 2019
RíkisstjóriJerry Brown
ForveriAbel Maldonado
EftirmaðurEleni Kounalakis
Borgarstjóri San Francisco
Í embætti
8. janúar 2004 – 10. janúar 2011
ForveriWillie Brown
EftirmaðurEd Lee
Persónulegar upplýsingar
Fæddur10. október 1967 (1967-10-10) (57 ára)
San Francisco, Kaliforníu, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiKimberly Guilfoyle ​(g. 2001; sk. 2006)​
Jennifer Siebel ​(g. 2008)
Börn4
HáskóliSanta Clara-háskóli
Undirskrift

Gavin Newsom (f. 10. október 1967) er fylkisstjóri Kaliforníu og hefur setið í embætti síðan 2019. Hann var borgarstjóri San Francisco frá 2004 til 2011 og varafylkisstjóri Kaliforníu frá 2011 til 2019.

Borgarstjóri San Francisco (2004–2011)

[breyta | breyta frumkóða]

Hjónabönd samkynhneigðra

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2004 vakti Newsom athygli þegar hann skipaði sýslumanni San Francisco að veita samkynhneigðum hjónabandsleyfi, sem braut í bága við fylkislög frá 2000.[1]

Varafylkisstjóri (2011–2019)

[breyta | breyta frumkóða]

Fylkisstjóri (frá 2019)

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2021 tókst andstæðingum Newsoms að safna nógu mörgum atkvæðum til þess að efnt yrði til kosninga um það hvort Newsom yrði vikið úr embætti fylkisstjóra. Í því samhengi var meðal annars vísað til óánægju með viðbrögð stjórnar Newsoms við Covid-19-faraldrinum. Newsom hafði sett strangar sóttvarnarreglur í Kaliforníu og hafði vakið talsverða óánægju þegar hann varð uppvís af því að brjóta sjálfur gegn reglunum með því að mæta í afmælisveislu hjá vini sínum.[2]

Kosningar um afturköllun Newsoms voru haldnar þann 14. september 2021 en í þeim kaus drjúgur meirihluti Kaliforníubúa að leyfa Newsom að klára kjörtímabil sitt frekar en að skipta um fylkisstjóra.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Lisa Leff (10. ágúst 2007). „Newsom set to endorse Clinton for president“. The San Francisco Chronicle. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. desember 2008. Sótt 7. mars 2008.
  2. „Ríkisstjóri Kaliforníu biðst afsökunar“. mbl.is. 22. nóvember 2020. Sótt 15. september 2021.
  3. Markús Þ. Þórhallsson (15. september 2021). „Ríkisstjóri Kalíforníu heldur velli“. RÚV. Sótt 15. september 2021.