Jonas Neubauer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Jonas Neubauer eftir fyrsta heimsmeistaramótið í NES Tetris
Jonas Neubauer eftir fyrsta heimsmeistaramótið í NES Tetris

Jonas Neubauer (19. apríl 1981 – 5. janúar 2021) var Bandarískur Tetris spilari og sjöfaldur heimsmeistari í NES Tetris.[1][2][3]

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Jonas Neubauer kynntist Tetris þegar hann fór að spila leikinn í Macintosh tölvu frænda síns þegar hann var 6 eða 7 ára gamall. Hann byrjaði að spila NES útgáfu leiksins 9 ára gamall.[4] Í nóvember 2006 birti Neubauer fyrstu upptökuna svo vitað sé til af svokölluðu „maxout“, því þegar stigamælir leiksins fyllist (999.999 stig)[5], og svo í september 2008 birti hann fyrstu upptökuna af „maxout“ þar sem byrjað var á nítjánda erfiðleikastigi, því hæsta sem hægt er að hefja leik á.[6]

Árið 2010 keppti Neubauer í fyrsta heimsmeistaramótinu í NES Tetris (Classic Tetris World Championship) þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari eftir sigur á Harry Hong í úrslitunum.[4] Hann sigraði mótið næstu þrjú árin áður en hann lenti í öðru sæti árið 2014 eftir tap gegn Harry Hong. Næstu þrjú árin, 2015-2017, hélt hann heimsmeistaratitlinum óslitið en var svo sigraður árið 2018 af hinum 16 ára Joseph Saelee.[7]

Í júní 2018 bætti hann heimsmetið fyrir flestu stig í einum leik af NES Tetris þegar hann náði 1.245.200 stigum (nota þarf utanaðkomandi hugbúnað svo leikurinn geti sýnt meira en 999.999 stig).[8]

5. janúar 2021 var Jonas Neubauer bráðkvaddur á heimili sínu aðeins 39 ára að aldri.[9]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „The Life of a Tetris Master - Interview With Jonas Neubauer“. Tetris (enska). Sótt 17. janúar 2021.
  2. Ritchie, Ryan; Ritchie, Ryan (16. október 2014). „Meet the Only Guy on Tinder With a 'Tetris' Trophy“. Rolling Stone (enska). Sótt 17. janúar 2021.
  3. „Jonas Neubauer, 7-time Tetris World Champion, dies at age 39“. GINX (enska). 9. janúar 2021. Sótt 17. janúar 2021.
  4. 4,0 4,1 „7-time world champion Jonas Neubauer talks the continuing rise of Classic Tetris“. Shacknews (enska). Sótt 17. janúar 2021.
  5. „NES Tetris - 999,999“. Youtube. 11. nóvember 2006. Sótt 17. janúar 2021.
  6. „NES Tetris Level 19 Maxout 999,999“. 4. september 2008. Sótt 17. janúar 2021.
  7. „7-time world champion Jonas Neubauer talks the continuing rise of Classic Tetris“. Shacknews (enska). Sótt 18. janúar 2021.
  8. „Boom! [Former] World Record High Score for Jonas! 1,245,200 points“. Youtube. 22. júní 2018. Sótt 18. janúar 2021.
  9. „Jonas Neubauer on Twitter“. Twitter. 9. janúar 2021. Sótt 18. janúar 2021.