Ursula von der Leyen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Ursula von der Leyen
(Ursula von der Leyen) 2019.07.16. Ursula von der Leyen presents her vision to MEPs 2 (cropped).jpg
Ursula von der Leyen árið 2019.
Varnarmálaráðherra Þýskalands
Í embætti
17. desember 2013 – 17. júlí 2019
Persónulegar upplýsingar
Fædd8. október 1958 (1958-10-08) (60 ára)
Ixelles, Belgíu
ÞjóðerniÞýsk
StjórnmálaflokkurKristilegi demókrataflokkurinn
Evrópski þjóðarflokkurinn
MakiHeiko von der Leyen
Börn7
HáskóliGeorg-August-háskólinn í Göttingen
Háskólinn í Münster
Hagfræði- og stjórnmálafræðiháskólinn í London
Læknisfræðiskólinn í Hannover
Undirskrift

Ursula von der Leyen (fædd 8. október 1958) er þýskur stjórnmálamaður og fyrrverandi varnarmálaráðherra Þýskalands.

Þann 2. júlí árið 2019 útnefndi leiðtogaráð Evrópusambandsins Ursulu von der Leyen í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.[1] Evrópuþingið staðfesti útnefningu hennar með naumum atkvæðamun þann 16. júlí sama ár. Von der Leyen mun taka við af Jean-Claude Juncker í embættinu þann 1. nóvember næstkomandi og verður fyrsta konan til að gegna því. Útnefning hennar í embættið var nokkuð umdeild þar sem von der Leyen hafði ekki verið oddviti neins Evrópuflokks í Evrópuþingkosningunum 2019 og leiðtogaráðið sniðgekk oddvita tveggja stærstu flokkabandalaganna með útnefningu hennar.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Lag­ar­de yfir Evr­ópska seðlabank­ann“. mbl.is. 2. júlí 2019. Sótt 2. júlí 2019.
  2. „Til­nefn­ing Von der Leyen staðfest“. mbl.is. 16. júlí 2019. Sótt 16. júlí 2019.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Thomas de Maizière
Varnarmálaráðherra Þýskalands
(17. desember 201317. júlí 2019)
Eftirmaður:
Annegret Kramp-Karrenbauer
Fyrirrennari:
Jean-Claude Juncker
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
(1. nóvember 2019 – )
Eftirmaður:
Næst í embætti


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.