James Webb-geimsjónaukinn
Jump to navigation
Jump to search
James Webb-geimsjónaukinn er sjónauki sem var skotið á loft þann 25. desember 2021. Hann á að skoða myndun fyrstu vetrarbrautanna, læra meira um myndun stjarna og sólkerfa og greina andrúmsloft fjarplánetna. Hann getur skoðað ljós frá appelsínugulu til mið-innrauðs ljóss (0,6 - 28,5μm). Sjónaukinn verður kældur niður í 50K (-220°C) til að tryggja bestu mögulegu gæði og verður staðsettur á L2 punktinum (stöðugt svæði þar sem þyngdarafl Jarðar og Sólar núllast út) í u.þ.b. 1.500.000km fjarlægð. Sjónaukinn er samstarfsverkefni á milli NASA, ESA og CSA (kanadíska geimferðastofnuninn).