15. ágúst
Útlit
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2024 Allir dagar |
15. ágúst er 227. dagur ársins (228. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 138 dagar eru eftir af árinu.
Haldið er upp á himnaför Maríu þennan dag í mörgum kaþólskum löndum.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1040 - Makbeð varð konungur Skotlands eftir að hafa fellt Dungað 1. frænda sinn í orrustu.
- 1057 - Makbeð Skotakonungur féll í orrustunni við Lumphanan.
- 1193 - Filippus 2. Frakkakonungur giftist Ingibjörgu, dóttur Valdimars mikla Danakonungs. Hann hóf þegar daginn eftir brúðkaupið að reyna að losa sig við hana.
- 1248 - Bygging Dómkirkjunnar í Köln hófst.
- 1261 - Mikael 8. Palaeologus var krýndur Býsanskeisari í Konstantínópel. Ætt hans stýrði ríkinu allt til endaloka 1453.
- 1309 - Rótey gafst upp fyrir Jóhannesarriddurum.
- 1519 - Panamaborg var stofnuð af Pedro Arias de Ávila.
- 1636 - Spænskar hersveitir settust um Corbie í Frakklandi.
- 1636 - Stofnsáttmáli bæjarins Dedham í Massachusetts var undirritaður.
- 1649 - Robert Blake njörvaði flota Róberts Rínarfursta sem gerði Oliver Cromwell kleyft að hefja innrás á Írlandi.
- 1914 - Panamaskurðurinn var opnaður fyrir skipaumferð.
- 1933 - Charles Lindbergh, sá sem fyrstur flaug yfir Atlantshafið, kom til Íslands frá Grænlandi ásamt konu sinni. Þau flugu áfram norður og austur um land og fóru frá Eskifirði til Færeyja þann 23. ágúst.
- 1936 - Tíu atvinnulausir stúdentar hófu að grafa fyrir grunni væntanlegs Háskóla Íslands við Suðurgötu í Reykjavík. Skólahúsið var svo formlega tekið í notkun 17. júní 1940.
- 1945 - Síðari heimsstyrjöldinni lauk með því að Japanir gáfust upp.
- 1945 - Kórea fékk sjálfstæði frá Japan.
- 1947 - Indland fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1960 - Vestur-Kongó fékk sjálfstæði frá Frakklandi.
- 1967 - Svifnökkvi kom til Íslands og voru gerðar tilraunir með hann á milli Vestmannaeyja og lands og Reykjavíkur og Akraness. Einnig var hann reyndur á Ölfusá.
- 1969 - Woodstock-tónlistarhátíðin hófst í New York-fylki í Bandaríkjunum.
- 1969 - Geimrannsóknastofnun Indlands var stofnuð.
- 1971 - Minnisvarði var afhjúpaður um Stefán Ólafsson skáld í Vallanesi í Suður-Múlasýslu, þar sem hann þjónaði sem prestur.
- 1971 - Barein varð sjálfstætt ríki.
- 1971 - Richard Nixon batt endi á gullfót Bandaríkjadals. Gengi bandaríska dalsins varð þar með fljótandi.
- 1973 - Bandaríkjaher hætti sprengjuárásum á Kambódíu. Þar með lauk tólf ára stríðsrekstri Bandaríkjanna í Suðaustur-Asíu.
- 1975 - Sheikh Mujibur Rahman var myrtur ásamt fjölskyldu sinni í valdaráni í Bangladess þar sem Khondaker Mostaq Ahmad tók við forsetaembættinu.
- 1975 - Sexmenningarnir frá Birmingham voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir sprengjuárásir í Birmingham árið áður. Þeir voru hreinsaðir af sökum árið 1991.
- 1977 - Wow!-merkið var numið af útvarpsnema SETI-verkefnisins við Ohio State University Radio Observatory.
- 1989 - F. W. de Klerk varð sjöundi og síðasti forseti Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar.
- 1998 - Apple Inc. kynnti iMac til sögunnar.
- 1998 - Sprengjuárásin í Omagh: Írski lýðveldisherinn sprengdi bílasprengju í Omagh á Norður-Írlandi með þeim afleiðingum að 29 létust.
- 2005 - Ríkisstjórn Ariel Sharon hóf niðurrif landnemabyggða Ísraela á Gasaströndinni.
- 2007 - Jarðskjálfti að stærðinni 8,0 á Richter varð 512 manns að bana í Perú. Yfir 1500 manns slösuðust.
- 2007 - Bæjarstjórn Vesturbyggðar ákvað að breyta deiliskipulagi til að hliðra fyrir olíuhreinsistöð í Arnarfirði.
- 2020 - Japanska olíuflutningaskipið Wakashio brotnaði í tvennt á kóralrifi við Máritíus með þeim afleiðingum að 1.000 tonn af olíu runnu út í sjó.
- 2021 – Stríðið í Afganistan (2001–2021): Talíbanar hertóku Kabúl, höfuðborg Afganistans.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1171 - Alfons 9., konungur af Leon (d. 1230).
- 1769 - Napoléon Bonaparte, Frakkakeisari (d. 1821).
- 1771 - Sir Walter Scott, skoskur rithöfundur og ljóðskáld (d. 1832).
- 1856 - Keir Hardie, skoskur verkalýðsleiðtogi (d. 1915).
- 1863 - Alexei Krylov, rússneskur verkfræðingur (d. 1945).
- 1896 - Gerty Cori, bandarískur lífefnafræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1957).
- 1912 - Julia Child, bandarískur matreiðslubókahöfundur og sjónvarpskokkur (d. 2004).
- 1917 - Yukio Tsuda, japanskur knattspyrnumaður (d. 1979).
- 1921 - Matthías Bjarnason, íslenskur stjórnmálamaður (d. 2014).
- 1928 - Fritz Røed, norskur myndhöggvari (d. 2002).
- 1948 - Jón Bragi Bjarnason, íslenskur efnafræðingur (d. 2011).
- 1950 - Anna Bretaprinsessa.
- 1953 - Vigdís Grímsdóttir, íslenskur rithöfundur.
- 1954 - Stieg Larsson, sænskur rithöfundur (d. 2004).
- 1956 - Helgi Ólafsson, íslenskur skákmeistari.
- 1958 - Þorsteinn Helgason, íslenskur myndlistarmaður.
- 1963 - Alejandro González Iñárritu, mexíkóskur kvikmyndagerðarmaður.
- 1967 - Tristan Elizabeth Gribbin, íslensk leikkona.
- 1968 - Debra Messing, bandarísk leikkona.
- 1970 - Masahiro Endo, japanskur knattspyrnumaður.
- 1972 - Ben Affleck, bandarískur leikari.
- 1975 - Steinar Bragi, íslenskur rithöfundur.
- 1975 - Yoshikatsu Kawaguchi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1976 - Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu.
- 1976 - Boudewijn Zenden, hollenskur knattspyrnumaður.
- 1989 - Joe Jonas, söngvari (Jonas Brothers).
- 1990 - Jennifer Lawrence, bandarísk leikkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 423 - Honoríus Rómarkeisari (f. 384).
- 1040 - Dungaður 1., Skotakonungur (f. 1001).
- 1057 - Makbeð Skotakonungur.
- 1118 - Alexíus 1. Komnenos, Býsanskeisari (f. 1048).
- 1274 - Robert de Sorbon, franskur guðfræðingur og stofnandi Sorbonne-háskóla (f. 1201).
- 1315 - Margrét af Búrgund, fyrri kona Loðvíks 10. (f. 1290).
- 1369 - Filippa af Hainault, drottning Englands, kona Játvarðar 3. (f. 1311).
- 1381 - Oddgeir Þorsteinsson, biskup í Skálholti.
- 1496 - Ísabella af Portúgal, drottning Kastilíu og Leon (f. 1428).
- 1621 - John Barclay, skoskur rithöfundur (f. 1581).
- 1885 - J. J. A. Worsaae, danskur fornleifafræðingur (f. 1821).
- 1918 - Jakob Jakobsen, færeyskur málfræðingur (f. 1864).
- 1935 - Paul Signac, franskur listmálari (f. 1863).
- 1936 - Grazia Deledda, ítalskur rithöfundur og handhafi Nóbelsverðlauna (f. 1871).
- 1975 - Sheikh Mujibur Rahman, bengalskur stjórnmálamaður (f. 1920).
- 1977 - Hafsteinn Björnsson, íslenskur miðill (f. 1914).
- 1982 - Hugo Theorell, sænskur læknir og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1903).
Hátíðir
[breyta | breyta frumkóða]- Himnaför Maríu er minnst í rómversk kaþólsku-kirkjunni.
- Ferragosto markar upphaf sumarleyfistímabilsins á Ítalíu.