Katar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
دولة قطر
Dawlat Qatar
Fáni Katar Skjaldarmerki Katar
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
As Salam al Amiri
Staðsetning Katar
Höfuðborg Dóha
Opinbert tungumál arabíska
Stjórnarfar Furstadæmi

Emír


Forsætisráðherra
Tamim bin Hamad Al Thani (تميم بن حمد بن خليفة آل ثاني)
Khalid bin Khalifa bin Abdul Aziz Al Thani (خالد بن خليفة بن عبد العزيز آل الثاني)
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
158. sæti
11.606 km²
0
Mannfjöldi
 - Samtals (2016)
 - Þéttleiki byggðar
164. sæti
2.545.000
186/km²
VLF (KMJ) áætl. 2012
 - Samtals 182,004 millj. dala (56. sæti)
 - Á mann 102.943 dalir (1. sæti)
Gjaldmiðill katarskur ríal (QAR)
Tímabelti UTC+3
Þjóðarlén .qa
Landsnúmer +974
Kort.

Katar er smáríki í Mið-Austurlöndum, á nesi sem skagar út í Persaflóa út frá Arabíuskaganum. Katar á einungis landamæri að Sádí-Arabíu en í bígerð er að reisa brú til eyjunnar Barein sem yrði um 40 km löng. Vegna olíuauðs er Katar eitt ríkasta land í heimi.

Söguágrip[breyta | breyta frumkóða]

Steinaldarverkfæri hafa fundist á svæðinu sem bendir til þess að fólk hafi búið á svæðinu fyrir um 50.000 árum. Eftir landvinninga múslima á 7. öld réðu ýmis kalíföt yfir svæðinu þar á meðal Umayya-kalífadæmið og Abbasídaveldið. Perluviðskipti urðu mikilvæg og Katar varð viðkomustaður kaupmanna á leið til Austurlanda. Ottómanveldið réði yfir svæðinu síðla á 19. öld og þar til að fyrri heimstyrjöldinni þegar það tapaði landsvæðum sínum í Miðausturlöndum. Þá varð Katar breskt verndarsvæði þar til landið fékk sjálfstæði árið 1971. Olía fannst um miðja 20. öld og gerbreytti efnahagnum.

Al Thani-fjölskyldan hefur ríkt yfir frá miðri 19. öld og er landið furstadæmi. Hamad bin Khalifa Al Thani steypti föður sínum, Khalifa bin Hamad Al Thani, af stóli árið 1995 í friðsamlegri hallarbyltingu. Hann vék síðan fyrir syni sínum, Tamim bin Hamad Al Thani, árið 2013. Ráðgjafarþing Katar semur lög landsins en emírinn hefur lokaorðið í öllum málum. Lög Katar eru blanda af borgaralegum lögum og sjaríalögum.

Árið 2017 ákváðu sjö ríki, að frumkvæði Sádí-Arabíu að slíta stjórnmálasambandi við Katar vegna meints stuðnings þeirra við hryðjuverkasamtök.[1]

Efnahagur og samfélag[breyta | breyta frumkóða]

Í Katar eru þriðju stærstu gas- og olíulindir heims og eru þær metnar meiri en 25 milljarðar tunna. Þessar auðlindir hafa gert Katar að einu ríkasta landi heims og mest þróaða landi Arabaheimsins.

Katar er skilgreint af Alþjóðabankanum sem hátekjuhagkerfi og sem 19. friðsælasta land heims. Katar fylgir þróunarstefnu þar sem ætlunin er að skapa fjölbreyttari grundvöll undir efnahagslífið, meðal annars með þróun ferðaþjónustu, og auka sjálfbærni.

Landið hélt Asíuleikana 2006, Heimsmeistaramótið í handknattleik 2015 og mun halda Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2022.

Fjölmargir farandverkamenn starfa og búa í Katar og eru þeir um 90% íbúa landsins, flestir frá Suður- og Austur-Asíu. Katar hefur verið gagnrýnt fyrir hvernig farið er með verkamennina hvað varðar aðbúnað, laun og vörslu vegabréfa.

Doha.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Katar einangrast hratt Rúv, skoðað 13. júní 2017.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.