Sumarólympíuleikarnir 2020

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Nýi þjóðarleikvangurinn í Tókýó í byggingu árið 2018.

Sumarólympíuleikarnir 2020 eða 32. Ólympíuleikarnir (japanska: 第三十二回オリンピック競技大会 Hepburn: Dai Sanjūni-kai Orinpikku Kyōgi Taikai) eru alþjóðlegt íþróttamót sem var fyrirhugað að haldið yrði í Tókýó í Japan 24. júlí til 9. ágúst árið 2020. Vegna COVID-19-faraldursins var ákveðið að flytja leikana til 2021.[1]

Tókýó var valin á 125. fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar í Buenos Aires 7. september 2013. Þetta verður í annað skiptið frá leikunum 1964 sem Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó sem verður þar með fyrsta borgin í Asíu sem hýsir leikana tvisvar. Þetta verður í fjórða skiptið sem Ólympíuleikarnir verða haldnir í Japan, á eftir Vetrarólympíuleikunum 1972 í Sapporo og Vetrarólympíuleikunum 1998 í Nagano. Þetta verða auk þess aðrir Ólympíuleikarnir í röð þriggja leika sem haldnir eru í Austur-Asíu á eftir Vetrarólympíuleikunum 2018 í Suður-Kóreu og fyrir Vetrarólympíuleikana 2022 í Kína.

Á þessum Ólympíuleikum verður keppt í nokkrum nýjum íþróttagreinum, þar á meðal 3x3-körfubolta, Freestyle BMX-hjólreiðum og Madison-boðhjólreiðum. Samkvæmt nýjum reglum Alþjóðaólympíunefndarinnar getur ólympíunefndin sem heldur leikana leyft keppnir í öðrum greinum en kjarnagreinum Ólympíuleikanna. Þannig mun verða keppt í karate, sportklifri, brimbrettasiglingum og hjólabrettum á leikunum í Tókýó. Að auki verður keppt í hafnarbolta og mjúkbolta sem duttu út eftir 2008. Alls verða 339 keppnir í 33 greinum.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Tokyo Olympics postponed until 2021 BBC. Skoðað 24. mars, 2020.