Naftali Bennett

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Naftali Bennett
נַפְתָּלִי בֶּנֶט‎
Naftali Bennett official portrait.jpg
Forsætisráðherra Ísraels
Núverandi
Tók við embætti
13. júní 2021
ForsetiReuven Rivlin
Isaac Herzog
ForveriBenjamin Netanyahu
Persónulegar upplýsingar
Fæddur25. mars 1972 (1972-03-25) (49 ára)
Haífa, Ísrael
ÞjóðerniÍsraelskur
StjórnmálaflokkurNýja hægrið
MakiGilat Bennett ​(g. 1999)
TrúarbrögðGyðingdómur
Börn4
HáskóliHebreski háskólinn í Jerúsalem
StarfHermaður, viðskiptamaður, stjórnmálamaður

Naftali Bennett (f. 25. mars 1972) er ísraelskur stjórnmálamaður og núverandi forsætisráðherra Ísraels. Hann er þrettándi forsætisráðherra landsins og hefur verið í embætti frá 13. júní 2021.[1]

Bennett var ráðherra í málefnum Gyðinga utan Ísraels frá 2013 til 2019 og varnarmálaráðherra frá 2013 til 2019. Hann hefur verið leiðtogi flokksins Nýja hægrisins frá árinu 2018 en var áður leiðtogi flokksins Heimkynna Gyðinga frá 2012 til 2018.[2]

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Bennett er fæddur og uppalinn í Haífa og er sonur innflytjenda frá Bandaríkjunum. Hann gegndi þjónustu í sérsveitunum Sayeret Matkal og Maglan innan ísraelska hersins og stýrði mörgum hernaðaraðgerðum. Að lokinni herþjónustu gerðist hann athafnamaður í hugbúnaðariðnaðinum og tók árið 1999 þátt í stofnun bandaríska fyrirtækisins Cyota, sem vann að forvörnum gegn netbankasvindli og netveiðum.[3] Bennett seldi fyrirtækið árið 2005 fyrir 145 milljónir Bandaríkjadala. Bennett var jafnframt framkvæmdastjóri Soluto, ísraelskrar skýþjónustu, sem seldist árið 2013 fyrir um 100 til 130 milljónir Bandaríkjadala.[4]

Bennett hóf þátttöku í stjórnmálum árið 2006 og var starfsmannastjóri Benjamins Netanyahu til ársins 2008. Árið 2011 stofnaði hann ásamt Ayelet Shaked utanþingshreyfinguna Mitt Ísrael.[5] Árið 2012 var Bennett kjörinn flokksleiðtogi Heimkynna Gyðinga. Í fyrstu kosningunum sem flokkurinn tók þátt í undir stjórn Bennetts árið 2012 vann flokkurinn 12 af 120 sætum á Knesset-þinginu.[6] Bennett varð efnahags- og trúmálaráðherra í ríkisstjórn Benjamins Netanyahu frá 2015 til 2019. Í desember árið 2018 sagði Bennett sig úr Heimkynnum Gyðinga og stofnaði nýjan flokk, Nýja hægrið.[7]

Þann 2. júní 2021 féllst Bennett á að mynda samsteypustjórn ásamt Yair Lapid. Stjórnarsáttmálinn gerir ráð fyrir að Bennett verði forsætisráðherra til ársins 2023 en Lapid taki síðan við embættinu og gegni því til 2025.[8] Bennett tók við embættinu þann 13. júní 2021. Hann er annar forsætisráðherra Ísraels (á eftir Netanyahu) sem er fæddur eftir stofnun Ísraelsríkis.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Michael, Bachner (8. júní 2021). „Swearing-in of Bennett-Lapid gov’t that would replace Netanyahu set for Sunday“. The Times of Israel. Sótt 11. júní 2021.
  2. Wootliff, Raoul (10. október 2019). „Yamina party officially splits into New Right, Jewish Home-National Union“. The Times of Israel. Sótt 21. október 2019.
  3. „Cyota“. crunchbase.com. Sótt 8. mars 2021.
  4. David Shamah 30. október 2013, „Bennett repeats success with new $100 million exit". Times of Israel. Skoðað 1. nóvember 2013.
  5. „Israel's election: A newly hatched hawk flies high". The Economist. 5. janúar 2013. Skoðað 8. mars 2021.
  6. Gil Stern; Jeremy Sharon og Lahav Harkov 24. janúar 2013, „Final election count: Right bloc 61, Center-Left 59 seats". The Jerusalem Post.
  7. Bennett, Shaked quit Jewish Home, announce formation of ‘HaYamin HeHadash’ The Times of Israel, 29. desember 2018
  8. Kingsley, Patrick 2. júní 2021, „Live Updates: Netanyahu Faces Ouster as Foes Reach Deal for New Government". The New York Times. (en-US) ISSN 0362-4331 Skoðað 2. júní 2021.


Fyrirrennari:
Benjamin Netanyahu
Forsætisráðherra Ísraels
(13. júní 2021 – )
Eftirmaður:
Enn í embætti