Sebastian Kurz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sebastian Kurz
Sebastian Kurz (2018-02-28) (cropped).jpg
Kanslari Austurríkis
Núverandi
Tók við embætti
18. desember 2017
Persónulegar upplýsingar
Fædd(ur)

27. ágúst 1986 (1986-08-27) (32 ára)

Vín, Austurríki
Þjóðerni Austurrískur
Stjórnmálaflokkur Austurríski þjóðarflokkurinn
Maki Susanne Thier[1]
Háskóli GRG 12 Erlgasse[2]
Starf Stjórnmálamaður
Undirskrift

Sebastian Kurz (f. 27. ágúst 1986) er austurrískur stjórnmálamaður sem er 25. og núverandi kanslari Austurríkis, í embætti frá 18. desember 2017. Hann hefur verið formaður austurríska Þjóðarflokksins (ÖVP) frá 15. maí 2017. Hann var utanríkisráðherra Austurríkis frá 2014 til 2017.

Kurz tók við embætti kanslara Austurríkis eftir þingkosningar árið 2017. Hann er yngsti kanslari í sögu Austurríkis og var yngsti ríkisstjórnarleiðtogi í heimi þegar hann tók við embættinu.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]

Sebastian Kurz er sonur leikfimikennara og verkfræðings.[3] Hann er fæddur og uppalinn í verkamannahverfinu Meidling í Vínarborg, þar sem stór hluti íbúafjöldans er af erlendum uppruna.[4]

Kurz gegndi herþjónustu í austurríska hernum frá árinu 2004 og nam réttarvísindi í háskóla í Vín. Samhliða náminu vann hann hjá lögfræðistofu og tryggingarstofu.[5]

Árið 2003 gekk Kurz í ungliðahreyfingu austurríska Þjóðarflokksins. Kurz var héraðsformaður ungliðahreyfingarinnar í Vín frá 2007 til 2012. Hann varð formaður ungliðahreyfingarinnar og varaformaður í austurríska Þjóðarflokknum árið 2009. Kurz var meðlimur í borgarstjórn Vínar frá 2010 til 2011.[6]

Ráðherra[breyta | breyta frumkóða]

Frá 2011 til 2013 var Kurz ríkisritari innflytjendamála í innanríkisráðuneyti Austurríkis. Þar varð hann þekktur fyrir að krefjast aukinnar þýskukennslu í skólum, þýskukennslu fyrir íslamska trúarleiðtoga og stofnun ræðuvettvangs stjórnarinnar við þá.[7]

Kurz varð yngsti utanríkisráðherra í Evrópu og yngsti ráðherra í sögu Austurríkis árið 2013. Sem utanríkisráðherra bar hann ábyrgð á innflytjendastefnu ríkisins. Árið 2013 var Kurz einnig kjörinn á neðri deild austurríska þingsins með 35.700 atkvæðum, fleiri atkvæðum en nokkur annar frambjóðandi.[8]

Kurz var kjörinn formaður Þjóðarflokksins þann 1. júlí árið 2017 með 98,7 % atkvæða.[9]

Kanslari[breyta | breyta frumkóða]

Kurz var útnefndur kanslari Austurríkis af Alexander Van der Bellen forseta þann 18. desember 2017. Miðhægriflokkur Kurz myndaði ríkisstjórn með hinum öfgahægrisinnaða austurríska Frelsisflokki.[10]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Sie will keine Brigitte Macron sein". . (Süddeutsche Zeitung). 16. október 2017.
  2. https://www.parlament.gv.at/WWER/PAD_65321/index.shtml
  3. Meinhart, Edith og Zöchling, Christa 13. desember 2013, „Sebastian Kurz: Prinz Gutgelaunt". . (Þýska)
  4. Khomenko, Sofia. . (Þýska) http://mokant.at/1302-interview-kurz-teil1-html/
  5. . (Þýska) http://www.heute.at/news/politik/Sebastian-Kurz-Ich-kenne-Strache-Er-hetzt;art422,552668
  6. . (Enska) http://www.bmeia.gv.at/en/foreign-ministry/foreign-ministry/the-minister/sebastian-kurz-curriculum-vitae.html
  7. . (Enska) http://www.bbc.com/news/25407573
  8. . (Þýska) http://www.wienerzeitung.at/nachrichten/wahlen/nationalratswahl/578407_Sebastian-Kurz-als-Vorzugsstimmenkaiser.html
  9. „Ein ÖVP-Parteitag für Sebastian Kurz und seine "neue Volkspartei"". . (de)
  10. www.bundeskanzleramt.gv.at. (de-AT) https://www.bundeskanzleramt.gv.at/bundeskanzler-sebastian-kurz


Fyrirrennari:
Christian Kern
Kanslari Austurríkis
(18. desember 2017 – )
Eftirmaður:
Enn í embætti