Blóðmeri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Blóðmeri er hryssa sem látin er ganga með folald til þess eins að taka úr henni blóð á meðgöngu. Blóðið er nýtt í líftækniframleiðslu til að framleiða frjósemislyf sem er notað í svínarækt. Folöldum blóðmera er alla jafna slátrað á haustin. Árið 2019 voru á Íslandi 5036 hryssur notaðar sem blóðmerar.

Blóðmerahald hefur verið gagnrýnt út frá dýraverndarsjónarmiðum.[1]

Blóð sem tekið er úr fylfullum merum inniheldur hormónið eCG (Equine chorionic gonadotropin) sem áður var talað um sem PMSG (pregnant mare's serum gonadotropin) en þetta hormón er notað í samspili við prógestógen til að framkalla egglos hjá svínum og nautgripum fyrir sæðingu.

Starfsemin er ekki stunduð í Evrópu nema á Íslandi. Hún er þó ekki ólögleg í álfunni. [2]

Árið 2021 birtu svissnesk dýraverndunarsamtök myndband þar sem ill meðferð á hryssum á Íslandi var sýnd. Starfsemi fimm hrossabænda sem stunduðu blóðtöku úr merum var stöðvuð í kjölfarið. [3]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Manteca Vilanova, Xavier; De Briyne, Nancy; Beaver, Bonnie; Turner, Patricia V. (1. desember 2019). „Horse Welfare During Equine Chorionic Gonadotropin (eCG) Production“. Animals (enska). 9 (12): 1053. doi:10.3390/ani9121053. ISSN 2076-2615. PMC 6940776. PMID 31805698.
  2. Blóðmerahald áfram leyft RÚV, sótt 1. júní 2022
  3. Blóðtaka úr merum hefur verið stöðvuð á fimm stöðum Rúv, sótt 23. nóv 2021