Raúl Castro

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Raúl Castro
Raul Castro cropped.jpg
Forseti Kúbu
Í embætti
24. febrúar 2008 – 19. apríl 2018
Persónulegar upplýsingar
Fædd(ur)

3. júní 1931 (1931-06-03) (87 ára)

Birán, Kúbu
Stjórnmálaflokkur Kúbverski kommúnistaflokkurinn
Maki Vilma Espín (g. 1959; d. 2007)
Börn 4
Starf Stjórnmálamaður
Undirskrift

Raúl Modesto Castro Ruz (f. 3. júní 1931) er kúbverskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forseti Kúbu. Hann steig í það embætti þegar bróðir hans, Fidel Castro, settist í helgan stein árið 2008. Árið 2011 var hann útnefndur aðalritari kúbverska kommúnistaflokksins.

Áður en Castro varð bráðabirgðaforseti var hann einn leiðtoga kúbverska hersins frá 1969 til 2008 og þjónaði því embætti lengur en nokkur annar. Hann var útnefndur forsætisráðherra Kúbu vegna veikinda forvera sinna árið 2006. Castro varð síðan formlega forseti þann 24. febrúar 2008 eftir að Fidel Castro lýsti yfir að hann myndi ekki bjóða sig fram þann 19. febrúar 2008.

Castro var endurkjörinn þann 24. febrúar 2013. Stuttu síðar lýsti hann því yfir að annað kjörtímabilið myndi vera hans síðasta og að hann muni ekki bjóða sig fram á ný árið 2018.[1] Í ríkissjónvarpinu lýsti hann því yfir þann 21. desember 2017 að hann myndi láta af embætti þann 19. apríl 2018 eftir að þjóðþingið hefði kosið eftirmann hans í kjölfar þingkosninganna það ár.[2][3]

Castro lét af embætti á tilsettum tíma í apríl 2018. Við forsetaembættinu tók stuðningsmaður Castro-bræðra, Miguel Díaz-Canel. Castro er þó enn formaður kúbverska kommúnistaflokksins og verður það til ársins 2021 ef honum endist aldur til.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Peter Orsi 24 February 2013, „Cuba's Raul Castro announces retirement in 5 years – Yahoo! News". . (News.yahoo.com). Skoðað 6 April 2013.
  2. https://www.washingtonpost.com/world/the_americas/raul-castro-confirms-he-will-stay-cubas-president-to-april/2017/12/21/0218fb32-e6b5-11e7-927a-e72eac1e73b6_story.html
  3. „Fidel Castro announces retirement". . (BBC News). 18 February 2008. Skoðað 24 February 2008.
  4. „Tímamót á Kúbu, Castro hættir sem forseti". . (RÚV). 19. apríl 2018. Skoðað 19. apríl 2018.


Fyrirrennari:
Fidel Castro
Forseti Kúbu
(24. febrúar 2008 – 19. apríl 2018)
Eftirmaður:
Miguel Díaz-Canel