Fara í innihald

Charlie Watts

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Charlie Watts (2010).

Charles Robert Watts (fæddur 2. júní 1941 – látinn 24. ágúst 2021) var enskur trommari, best þekktur sem meðlimur The Rolling Stones þar sem hann trommaði í 58 ár; frá 1963 til dauðadags árið 2021. Hann var undir áhrifum frá djassi og túraði sjálfur með sinni hljómsveit the Charlie Watts Quintet eða the Charlie Watts Tentet.

Watts var einnig menntaður sem grafískur hönnuður og hannaði m.a. myndasögur í albúmum Stones. Hann lifði ekki eins villtu lífi og félagar hans í hljómsveitinni en átti um tíma í vandamálum með heróín og áfengisneyslu.

Sólóskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • The Charlie Watts Orchestra – Live at Fulham Town Hall (1986, Columbia Records)
  • The Charlie Watts Quintet – From One Charlie (1991, Continuum Records)
  • The Charlie Watts Quintet – A Tribute to Charlie Parker with Strings (1992, Continuum Records)
  • The Charlie Watts Quintet – Warm and Tender (1993, Continuum Records)
  • The Charlie Watts Quintet – Long Ago and Far Away (1996, Virgin Records)
  • The Charlie Watts-Jim Keltner Project (2000, Cyber Octave Records)
  • The Charlie Watts Tentet – Watts at Scott's (2004, Sanctuary Records)
  • The ABC&D of Boogie Woogie – The Magic of Boogie Woogie (2010, Vagabond Records)
  • The ABC&D of Boogie Woogie – Live in Paris (2012, Eagle Records)
  • Charlie Watts meets the Danish Radio Big Band (Live at the Danish Radio Concert)