Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Myndir sýnir áætlað yfirráðasvæði stríðandi fylkinga 4 janúar 2018. Grænt merkir yfirráðasvæði húta, hvítt Al-Qaida og bleikt "stjórnarherinn" með stuðningi Sádí Arabíu

Borgarastyrjöldin í Jemen eru átök sem hófust árið 2015 og eru tveir hópar sem berjast þar um völd. Annars vegar eru það Hútar og hópar sem studdu Ali Abdullah Saleh fyrrum forseta landsins. Þeir stjórna höfuðstaðnum Sana. Hins vegar eru það hópar sem styðja núverandi forseta, Abdrabbuh Mansur Hadi, og hafa höfuðstöðvar í borginni Aden. Sádar hafa blandað sér í átökin og styðja stjórn Hadi.

Um 10.000 manns hafa látist í stríðinu, þar af rúmlega helmingur óbreyttir borgarar, og um 50.000 særst. Sér í lagi hafa stríðsátökin komið illa niður á jemenskum börnum.[1]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Upphaf borgarastyrjaldarinnar í Jemen má rekja til arabíska vorsins og fjöldamótmæla sem þá fóru fram gegn stjórn forsetans Ali Abdullah Sa­leh.[2] Í byrjun 2011 var Saleh hrakinn frá völdum og varaforseti hans, Abdrabbuh Mansur Hadi, var kjörinn forseti í kosningum sem fóru fram næsta ár.[2] Hadi erfði erfiða stöðu frá forvera sínum og þurfti bæði að takast á við skæruhernað vígahópa eins og Al-Kaída, víðtæka spillingu í jemenska stjórnkerfinu, matarskort, atvinnuleysi og aðskilnaðarsinna í suðurhluta landsins.[2] Þessir erfiðleikar leiddu til þess að stjórn hans varð berskjölduð gegn uppreisn.

Hútar, vopnuð samtök minnihlutahóps Sjíamúslima í Jemen, höfðu lengi háð skærur gegn stjórnarher landsins, en eftir að ný stjórn tók við völdum nýttu þeir sér veikleika hennar og lögðu undir sig norðurhluta Jemen. Í september árið 2014 gerðu Hútar áhlaup á höfuðborgina Sana og tókst að leggja hana undir sig í janúar árið 2015.[2] Hadi forseti var settur í stofufangelsi en í febrúar sama ár tókst honum að flýja úr haldi og koma sér upp bækistöðum í borginni Aden, sunnar í landinu.[2]

Stuttu síðar gerðu Hútar bandalag við öryggissveitir sem enn voru hliðhollar gamla forsetanum, Saleh, og gerðu tilraun til að ræna völdum í landinu og setja Saleh aftur á forsetastól. Hadi forseti flúði land, en uppreisn Hútanna var nú farin að vekja athygli grannríkisins Sádi-Arabíu. Sádar óttuðust að Hútarnir nytu stuðnings keppinauta þeirra, hins sjíaíslamska Írans, og ákváðu því að grípa inn í styrjöldina með loftárásum ásamt bandalagi átta annarra ríkja.[3] Einkum hefur her Bandaríkjanna veitt Sádum ríkulega aðstoð í styrjöldinni.[4] Deilt er þó um hversu mikil ítök, ef einhver, Íranar hafa í hreyfingu Húta.[5]

Vegna stríðsástandsins hafa öfgahreyfingar á borð við Ríki íslams einnig náð fótfestu í Jemen og hafa sölsað undir sig landsvæði í suðurhluta landsins.[2]

Í lok ársins 2017 flosnaði upp úr bandalagi Hútanna og fyrrum forsetans Saleh. Hersveitir Saleh háðu orrustu við Hútana og Saleh var skotinn til bana er hann reyndi að flýja úr borginni yfir á yfirráðasvæði Sáda.[6]

Tímalína[breyta | breyta frumkóða]

2015[breyta | breyta frumkóða]

 • 26. mars: Flugher Sádí Arabíu gerir árásir á alþjóðaflugvöllinn í Sana'a og herflugvöllinn al Dulaimi. Alls látast 17 í árásunum.[8]
 • 27. mars: Hersveitir undir forystu Sádí Arabíu og Egyptalands gera árásir á Jemen annan daginn í röð, sem skilja eftir sig 10 látna í umdæminu Saada. Sádí Arabía lýsir því jafnframt yfir að flugbanni verði skýrt uppi haldið.[9]
 • 28. mars: Loftárásir halda áfram, Sádí Arabía gerir fullt tilkall til Jemensks flugsvæðis og flugumferðar.[10] Ennfremur heldur Sádí Arabía því fram að hafa eyðilagt eldflaugageymslu í eigu Húta samstundis því að flytja á brott hóp á vegum Sameinuðu Þjóðanna í Sana'a.[11]
 • 29. mars: Þrátt fyrir flugbann sett af Sádí Arabíu, sendir Pakistan Boeing 747 þotu til þess að flytja á brott pakistanska ríkisborgara frá Jemen sökum neyðarástandsins.[12]
 • 30. mars: Kína safnar ríkisborgurum sínum í landinu burt vegna áhyggja af öryggisástandinu.[13] Flóttamannabúðir í Harad Umdæmi verða fyrir loftárásum Sádí Arabíu þar sem minnst 40 látast. Hútar bæta undir sig landsvæði við seinasta vígi Hadi forseta í Aden.[14]
 • 3. apríl: Flugvélar frá Sádí Arabíu kasta út vopnum og sjúkrabúnaði yfir Tawahi.[16]
 • 10. apríl: Pakistanska þingið kýs gegn tillögu um að ganga til liðs við bandalag Sádí Arabíu og Egiptalands og lýsir yfir hlutleysi sínu.[17] Sameinuðu þjóðirnar vara við því að ástandið haldi áfram að fara versnandi samtímis því sem þær flytja mannúðaraðstoð ýmiskonar til landsins.[18] Indland flytur í veg 5600 manns frá Jemen þar með talið 690 ríkisborgara sína, sem hluta að því sem þeir kalla aðgerðina Raahat þrátt fyrir flugbann.[19]
 • 11. apríl: Sádí Arabía staðhæfir að loftárásir þeirra hafi orðið yfir 500 Húthum að bana. Ríkisstjórn Jemen heldur því fram að 385 óbreyttir borgarar hafi látist og 342 særst. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (World Health Organization) heldur því á hinn bóginnn fram að 648 manns hafi látist og 2191 sæsrt, þar með talið hermenn.[20]
 • 14. apríl: Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna kýs refsiaðgerðir gegn Hútum með 14 atkvæðum með, 0 á móti og 1 atkvæði sem sat hjá frá Rússum. Refsiaðgerðirnar innihalda vopnasölubann til að stemma stigu við ofbeldinu. Rússar sögðust einungis myndu styðja vopnasölubann sem næði jafnt til fylkinganna á meðan Bandaríkin eru að taka klára afstöðu gegn Hútum og með Sádí-Arabíu og "stjórnarhernum".[21]

2016[breyta | breyta frumkóða]

 • 1 október: Skip, af gerðinni HSV-2 Swift, í eigu Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna sem notaðist við mannúðarstörf verður fyrir árásum Húta og skemmist.

2017[breyta | breyta frumkóða]

 • 23. janúar: Fylgismenn Hadi taka höfnina Mokha frá Hútum. Hún hafði verið undir stjórn Húta frá nóvember 2014.[23]
 • 18. apríl: Þyrla frá Sádí Arabíu af gerðinni Black Hawk er skotin niður með 12 hermönnum. Hútar lýsa yfir ábyrgð.[24]
 • 4. nóvember: Flugskeyti sem skotið var af Hútum var skotið niður í lofti yfir alþjóðaflugvellinum í Riyadh í Sádí Arabíu. [25] Var af gerðinni Volcano H-2 þótt Bandaríkin hafi sagt að það hafi verið af írönsku gerðinni Qiam 1.[26]
 • 28. nóvember: Slær í bardaga milli Húta og sveita forsetans. Fyrrum forsetinn Ali Abdullah Saleh sem studdi Hadi var skotinn til bana á flótta úr borginni.
 • 7. desember: Hersveitir hliðhollar Hadi grípa svæðishlutann Al-Khoukha við rauðahafsströndina.[27]

2018[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Lovísa Arnardóttir (16. nóvember 2017). „„Jemen er helvíti á jörðu fyrir börn““. Fréttablaðið. Sótt 17. desember 2018.
 2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 Sunna Ósk Loga­dótt­ir (28. mars 2017). „Hvað geng­ur á í Jemen?“. mbl.is. Sótt 17. desember 2018.
 3. Sveinn H. Guðmarsson (8. desember 2016). „Gleymda stríðið í Jemen“. RÚV. Sótt 17. desember 2018.
 4. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir (30. júlí 2017). „Gleymda stríðið í Jemen“. Stundin. Sótt 17. desember 2018.
 5. Pálmi Jónasson (26. mars 2015). „Söguleg átök í Jemen“. RÚV. Sótt 17. desember 2018.
 6. „Fyrr­ver­andi for­seti Jem­ens myrt­ur“. mbl.is. 14. desember 2017. Sótt 17. desember 2018.
 7. Beck, John 25. mars 2015, „Saudi Arabia Launches Airstrikes in Yemen as President Flees Amid Rebel Advance". . VICE News. Skoðað 25. mars 2015.
 8. „UPDATE 1-Planes strike airport, military airbase in Yemen's Sanaa-residents“.
 9. „Saudi-led coalition pounds Yemen with airstrikes for a second day“.
 10. „Saudi-led air strikes hit Yemen for third straight day“.
 11. „‘Decisive Storm’ destroys Houthi missile stockpile“.
 12. „Pakistan sends 747 jumbo jets to evacuate distraught nationals from Yemen“.
 13. „China evacuates 571 from Yemen, suspends anti-piracy patrols“.
 14. „Air strike kills at least 40 at Yemen camp for displaced“.
 15. „Officials: Al Qaeda fighters free 270 from Yemeni prison“.
 16. „Yemeni fighters repel Houthis in Aden after arms drop“.
 17. „Pakistan parliament backs neutrality in Yemen conflict“.
 18. „UN Warns Yemen Situation Continues to Deteriorate“.
 19. „India Concludes Evacuation of Its Citizens From Yemen“.
 20. „Yemen crisis: More than 500 rebels killed in airstrikes, Saudi Arabia says“.
 21. „With Russia abstaining, Security Council punishes Yemeni rebel leaders“.
 22. „Al Qaeda captures major airport, oil terminal in south Yemen“.
 23. Yemen army claims control of port city of Mokha
 24. https://www.reuters.com/article/us-yemen-security-saudi-idUSKBN17K1W0
 25. „Saudis accuse Iran of 'direct aggression' over Yemen missile“. BBC. November 7, 2017. Sótt November 11, 2017.
 26. „Press Release: Ambassador Haley on Weapons of Iranian Origin Used in Attack on Saudi Arabia“. United States Mission to the United Nations. 7. nóvember 2017.
 27. „Saudi-backed fighters capture coastal area in Yemen from Houthis“. Reuters. December 7, 2017. Sótt December 7, 2017.