Fara í innihald

Frjálslyndi flokkurinn (Kanada)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frjálslyndi flokkurinn
Liberal Party of Canada
Parti libéral du Canada
Leiðtogi Mark Carney
Forseti Sachit Mehra
Þingflokksformaður Arielle Kayabaga
Stofnár 1867; fyrir 158 árum (1867)
Stofnandi George Brown
Höfuðstöðvar Constitution Square, Ottawa, Ontario
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Samfélagsleg frjálslyndisstefna
Einkennislitur Rauður  
Sæti í neðri þingdeild
Vefsíða www.liberal.ca

Frjálslyndi flokkurinn er kanadískur stjórnmálaflokkur. Flokkurinn hefur verið í áhrifastöðu í kanadískum stjórnmálum mikinn hluta af sögu landsins[1][2] og var við völd í tæp 69 ár á 20. öldinni, lengur en nokkur annar stjórnmálaflokkur í þróuðu ríki. Fyrir þær sakir er flokkurinn stundum kallaður „hinn hefðbundni stjórnarflokkur“ Kanada.[3][4]

Flokkurinn kennir sig við frjálslyndisstefnu[5][6][7] og er yfirleitt talinn standa í miðjunni eða til miðvinstri í litrófi kanadískra stjórnmála; vinstra megin við Íhaldsflokkinn en hægra megin við Nýja lýðræðisflokkinn (sem hefur stundum stutt minnihlutastjórnir Frjálslynda flokksins).[5][2][8] Líkt og kanadíski Íhaldsflokkurinn er Frjálslyndi flokkurinn þó gjarnan talinn rúma margar ólíkar stefnur[4] og flokkurinn sækir fylgi sitt til fjölbreyttra hópa kjósenda.[9] Á áttunda áratugnum lýsti forsætisráðherrann Pierre Elliott Trudeau því yfir að Frjálslyndi flokkurinn aðhylltist „róttæka miðjustefnu“.[10][11]

Meðal stefnumála og lagasetninga Frjálslynda flokksins í gegnum tíðina má nefna stofnun almennrar heilsugæslu, kanadískra lífeyrissjóða, stúdentalána, friðargæslu, alþjóðahyggju, sjálfstæði Kanada með núverandi stjórnarskrá landsins, viðurkenningu á réttindaskrá Kanada, mögulegt lagaferli fyrir aðskilnað fylkja úr kanadíska ríkjasambandinu, lögleiðingu á hjónabandi samkynhneigðra, lögleiðingu á dánaraðstoð og á kannabisneyslu og setningu almennra kolefnisskatta.[6][12]

Árið 2015 vann Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Justins Trudeau sinn mesta kosningasigur frá árinu 2000 og hlaut hreinan þingmeirihluta með 184 þingsætum og 39,5 prósentum atkvæða. Í þingkosningum árið 2019 tapaði flokkurinn nokkru fylgi og náði ekki að viðhalda meirihluta sínum en var þó áfram stærsti flokkurinn á kanadíska þinginu.[13] Í næstu kosningum, sem voru haldnar 20. september 2021, mistókst Frjálslynda flokknum að endurheimta meirihluta á þingi en flokkurinn hlaut aftur flest þingsæti.[14]

Leiðtogar Frjálslynda flokksins

[breyta | breyta frumkóða]

Gengi í þingkosningum

[breyta | breyta frumkóða]
Kosningar Leiðtogar Atkvæði % Þingsæti +/– Sæti Stjórnarþátttaka
1867 George Brown 60.818 22,70
62 / 180
62 2. Stjórnarandstaða
1872 Edward Blake 110.556 34,70
95 / 200
33 2. Stjórnarandstaða
1874 Alexander Mackenzie 128.455 39,50
129 / 206
34 1. Meirihlutastjórn
1878 180.074 33,10
63 / 206
66 2. Stjórnarandstaða
1882 Edward Blake 160.547 31,10
73 / 211
10 2. Stjórnarandstaða
1887 312.736 43,10
80 / 215
7 2. Stjórnarandstaða
1891 Wilfrid Laurier 350.512 45,20
90 / 215
10 2. Stjórnarandstaða
1896 401.425 41,40
117 / 213
27 1. Meirihlutastjórn
1900 477.758 50,30
128 / 213
11 1. Meirihlutastjórn
1904 521.041 50,90
137 / 214
9 1. Meirihlutastjórn
1908 570.311 48,90
133 / 221
4 1. Meirihlutastjórn
1911 596.871 45,82
85 / 221
48 2. Stjórnarandstaða
1917 729.756 38,80
82 / 235
3 2. Stjórnarandstaða
1921 Mackenzie King 1.285.998 41,15
118 / 235
36 1. Meirihlutastjórn
1925 1.252.684 39,74
100 / 245
18 2. Minnihlutastjórn
Stjórnarandstaða
1926 1.397.031 42,90
116 / 245
16 1. Minnihlutastjórn
1930 1.716.798 45,50
89 / 245
27 2. Stjórnarandstaða
1935 1.967.839 44,68
173 / 245
84 1. Meirihlutastjórn
1940 2.365.979 51,32
179 / 245
6 1. Meirihlutastjórn
1945 2.086.545 39,78
118 / 245
61 1. Minnihlutastjórn
1949 Louis St. Laurent 2.874.813 49,15
191 / 262
73 1. Meirihlutastjórn
1953 2.731.633 48,43
169 / 265
22 1. Meirihlutastjórn
1957 2.702.573 40,50
105 / 265
64 2. Stjórnarandstaða
1958 Lester Pearson 2.432.953 33,40
48 / 265
57 2. Stjórnarandstaða
1962 2.846.589 36,97
99 / 265
51 2. Stjórnarandstaða
1963 3.276.996 41,48
128 / 265
29 1. Minnihlutastjórn
1965 3.099.521 40,18
131 / 265
3 1. Minnihlutastjórn
1968 Pierre Trudeau 3.686.801 45,37
154 / 264
23 1. Meirihlutastjórn
1972 3.717.804 38,42
109 / 264
45 1. Minnihlutastjórn
1974 4.102.853 43,15
141 / 264
32 1. Meirihlutastjórn
1979 4.595.319 40,11
114 / 282
27 2. Stjórnarandstaða
1980 4.855.425 44,34
147 / 282
33 1. Meirihlutastjórn
1984 John Turner 3.516.486 28,02
40 / 282
107 2. Stjórnarandstaða
1988 4.205.072 31,92
83 / 295
43 2. Stjórnarandstaða
1993 Jean Chrétien 5.647.952 41,24
177 / 295
94 1. Meirihlutastjórn
1997 4.994.277 38,46
155 / 301
22 1. Meirihlutastjórn
2000 5.252.031 40,85
172 / 301
17 1. Meirihlutastjórn
2004 Paul Martin 4.982.220 36,73
135 / 308
37 1. Minnihlutastjórn
2006 4.479.415 30,23
103 / 308
32 2. Stjórnarandstaða
2008 Stéphane Dion 3.633.185 26,26
77 / 308
26 2. Stjórnarandstaða
2011 Michael Ignatieff 2.783.175 18,91
34 / 308
43 3. Stjórnarandstaða
2015 Justin Trudeau 6.928.055 39,47
184 / 338
150 1. Meirihlutastjórn
2019 6.018.728 33,12
157 / 338
27 1. Minnihlutastjórn
2021 5.556.629 32,62
160 / 338
3 1. Minnihlutastjórn[a]
2025 Mark Carney 8.566.674 43,7
169 / 343
9 1. Minnihlutastjórn
  1. Nýi lýðræðisflokkurinn varði stjórn Frjálslynda flokksins vantrausti frá mars 2022 til september 2024.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Rodney P. Carlisle (2005). Encyclopedia of Politics: The Left and the Right. SAGE Publications. bls. 274. ISBN 978-1-4522-6531-5.
  2. 2,0 2,1 Donald C. Baumer; Howard J. Gold (2015). Parties, Polarization and Democracy in the United States. Taylor & Francis. bls. 152–. ISBN 978-1-317-25478-2.
  3. Patrick James; Mark J. Kasoff (2007). Canadian Studies in the New Millennium. University of Toronto Press. bls. 70. ISBN 978-1-4426-9211-4.
  4. 4,0 4,1 R. Kenneth Carty (2015). Big Tent Politics: The Liberal Party's Long Mastery of Canada's Public Life. UBC Press. bls. 16–17. ISBN 978-0-7748-3002-7. - (PDF copy - UBC Press, 2015)
  5. 5,0 5,1 Amanda Bittner; Royce Koop (1. mars 2013). Parties, Elections, and the Future of Canadian Politics. UBC Press. bls. 300–. ISBN 978-0-7748-2411-8.
  6. 6,0 6,1 McCall, Christina; Stephen Clarkson. "Liberal Party". Geymt 5 október 2013 í Wayback Machine The Canadian Encyclopedia.
  7. Dyck, Rand (2012). Canadian Politics: Concise Fifth Edition. Nelson Education. bls. 217, 229. ISBN 978-0176503437.
  8. Liberal Party. 2015.
  9. Andrea Olive (2015). The Canadian Environment in Political Context. University of Toronto Press. bls. 55–. ISBN 978-1-4426-0871-9.
  10. Graham, Ron, ed. (1998). The Essential Trudeau. McClelland & Stewart, p. 71. ISBN 978-0-7710-8591-8.
  11. Thompson, Wayne C. (2017). Canada. Rowman & Littlefield, p. 135. ISBN 978-1-4758-3510-6.
  12. „Liberal Party of Canada“. Encyclopædia Britannica. Sótt 19 apríl 2013.
  13. Ævar Örn Jósepsson (22. október 2019). „Trudeau tapar fylgi en sigrar þó“. RÚV. Sótt 22. október 2019.
  14. Markús Þ. Þórhallsson (21. september 2021). „Frjálslyndi flokkur Trudeaus hafði betur í Kanada“. RÚV. Sótt 21. september 2021.
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.