Recep Tayyip Erdoğan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Recep Tayyip Erdoğan

Recep Tayyip Erdoğan (fæddur 26. febrúar 1954) er núverandi forseti Tyrklands og tólfta manneskjan sem hefur verið í því embætti. Hann tók við af Abdullah Gül sem forseti Tyrklands í ágúst 2014. Hann var áður forsætisráðherra Tyrklands frá 2003 til 2014, og borgarstjóri Istanbúl frá 1994 til 1998.

Stjórnmálabakgrunnur Erdoğans liggur í íslamisma og hann hefur kallað sig „íhaldssaman demókrata“. Ríkisstjórn hans hefur lýst yfir ýmsum samfélagslega íhaldssömum og efnahagslega frjálslyndum stefnum. Hann stofnaði Jafnréttis- og þróunarflokkinn (Adalet ve Kalkınma Partisi, eða AKP) árið 2001, sem sigraði í kosningum árin 2002, 2007 og 2011. Hann sagði af sér sem leiðtogi flokksins árið 2014 þegar hann var kosinn í forsetaembætti. Erdogan hefur verið sakaður um gerræðislega tilburði eftir valdaránstilraunina í Tyrklandi árið 2016 þegar tugþúsundir ríkisstarfsmanna voru reknir úr starfi.


Fyrirrennari:
Abdullah Gül
Forsætisráðherra Tyrklands
(14. mars 200324. ágúst 2014)
Eftirmaður:
Ahmet Davutoğlu
Fyrirrennari:
Abdullah Gül
Forseti Tyrklands
(28. ágúst 2014 – )
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.