Sádi-Arabía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Konungsveldið Sádí-Arabía
المملكة العربية السعودية
Al-Mamlakah al-'Arabiyah as-Sa'udiyah
Fáni Sádí-Arabíu Skjaldamerki Sádí-Arabíu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Það er enginn guð nema Guð; Múhameð er spámaður Guðs (trúarjátning múslima)
Þjóðsöngur:
Aash Al Maleek
Staðsetning Sádí-Arabíu
Höfuðborg Ríad
Opinbert tungumál arabíska
Stjórnarfar Konungsríki

konungur Salman bin Abdul Aziz al-Saud
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
14. sæti
2.149.690 km²
ómarktækt
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
43. sæti
29.994.272
14/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2005
337.200 millj. dala (28. sæti)
13.123 dalir (53. sæti)
VÞL 0.777 (76. sæti)
Gjaldmiðill ríal (SAR)
Tímabelti UTC+3
Þjóðarlén .sa
Landsnúmer 966

Konungsveldið Sádí-Arabía er konungsríki sem nær yfir stærstan hluta Arabíuskagans með landamæri að Írak, Jórdaníu, Kúveit, Óman, Katar, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Jemen, með strönd að Persaflóa í austri og Rauðahafi í vestri. Það er í Mið-Austurlöndum. Áætlaður mannfjöldi í landinu er 29 milljónir, landið er u.þ.b. 2.150.000 km² að stærð, fjórtánda stærsta land heims.

Sádí-Arabía er stundum nefnt „Land hinna tveggja heilögu moskna“ og er þá átt við moskurnar í Mekka og Medina, sem eru tveir helgustu staðir íslam. Stofnandi konungsríkisins, fyrsti konungur þess og sá sem ber ættarnafn það sem landið er kennt við var Abdul-Aziz bin Saud (betur þekktur sem Ibn Saud á Vesturlöndum). Á 18. og 19. öld barðist Al Saud-fjölskyldan við nokkrar aðrar stór-fjölskyldur um yfirráð á Nejd-hásléttunni á Arabíuskaganum. Eftir að Ibn Saud hafði náð Ríad liðu þrír áratugir þangað til að Sádí-arabíska konungsveldið var stofnað með aðstoð Breska heimsveldisins.

Helsta stoð efnahags Sádí-Arabíu er útflutningur olíu. Sádí-Arabía er mesti olíuútflytjandi í heimi og forysturíki í OPEC, samtökum olíuframleiðsluríkja. Um 90% af útflutningi Sádi-Arabíu er olía og tekjur af sölu olíu eru um 75% af landsframleiðslu. Ghawar er talin vera stærsta olíulind heimsins, áætlað er að um ¼ af þeirri olíu sem notuð er í dag komi þaðan.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.