Joe Biden

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Joe Biden

Joseph Robinette Biden, Jr (fæddur 20. nóvember 1942) er bandarískur stjórnmálamaður, fæddur í Wilmington í Delaware fylki. Hann er 47. og núverandi varaforseti Bandaríkjanna. Biden var áður öldungadeildarþingmaður í efri deild bandaríska þingsins fyrir heimafylki sitt. Hann sóttist eftir tilnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi í forsetakosningunum árið 1988 og forsetakosningunum árið 2008 en hætti við bæði framboðin eftir slakt gengi. Þann 23. ágúst 2008 tilkynnti Barack Obama að Biden yrði varaforsetaefni sitt í forsetakosningunum.


Fyrirrennari:
Dick Cheney
Varaforseti Bandaríkjanna
(2009 – -)
Eftirmaður:
enn í embætti


  Þessi æviágripsgrein sem tengist stjórnmálum og Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina .