Fara í innihald

Nguyễn Phú Trọng

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nguyễn Phú Trọng
Nguyễn Phú Trọng árið 2019.
Aðalritari Kommúnistaflokks Víetnams
Núverandi
Tók við embætti
19. janúar 2011
ForveriNông Đức Mạnh
Forseti Víetnams
Í embætti
23. október 2018 – 5. apríl 2021
ForsætisráðherraNguyễn Xuân Phúc
VaraforsetiĐặng Thị Ngọc Thịnh
ForveriTrần Đại Quang
EftirmaðurNguyễn Xuân Phúc
Persónulegar upplýsingar
Fæddur14. apríl 1944 (1944-04-14) (80 ára)
Đông Hội, Đông Anh, franska Indókína (nú Víetnam)
ÞjóðerniVíetnamskur
StjórnmálaflokkurKommúnistaflokkur Víetnams
MakiNgô Thị Mẫn
Börn3
HáskóliHáskólinn í Hanoí
Þjóðarstjórnsýsluháskólinn
Rússneska vísindaakademían

Nguyễn Phú Trọng (f. 14. apríl 1944) er víetnamskur stjórnmálamaður og núverandi aðalritari Kommúnistaflokks Víetnams. Hann var forseti víetnamska þingsins frá 2011 til 2011[1] og var jafnframt forseti Víetnams frá 23. október 2018 til 5. apríl 2021.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Nguyễn Phú Trọng fæddist þann 14. apríl 1944 í bænum Dông Hôi í umdæminu Dông Anh í útjaðri Hanoí. Hann stundaði nám við Þjóðarháskólann í Hanoí og lærði rússnesku undir lok sjötta áratugarins. Hann talar einnig reiprennandi mandarínkínversku.

Trong var kjörinn í miðstjórn og stjórnmálamefnd Kommúnistaflokks Víetnams á 10. flokksþingi hans í apríl árið 2006. Hann var forseti víetnamska þingsins frá 26. júní 2006 til 27. júlí 2011.

Árið 2011, á 11. flokksþingi Kommúnistaflokksins sem haldið var frá 12. til 19. janúar, var Trong kjörinn til að taka við af Nông Đức Mạnh sem aðalritari flokksins.[2][3] Trong heimsótti Barack Obama Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington árið 2015 og var þetta í fyrsta sinn sem leiðtogar Víetnams og Bandaríkjanna áttu formlegan fund frá því að ríkin tóku upp eðlileg stjórnmálasamskipti tveimur áratugum fyrr.[4]

Þann 23. október 2018 var Trong einnig kjörinn forseti Víetnams af víetnamska þinginu með 476 atkvæðum af 477. Hann tók við embættinu af Trần Đại Quang, sem hafði látist í embætti mánuði fyrr. Trong varð þar með fyrsti maðurinn til að gegna samtímis embætti flokksleiðtoga og forseta landsins frá því að Hồ Chí Minh lést árið 1969.[5] Trong gegndi embætti forseta Víetnams til ársins 2021 en síðan tók Nguyễn Xuân Phúc við af honum.[6]

Trong bauð sig fram til endurkjörs sem aðalritari Kommúnistaflokksins á 13. flokksþingi hans í janúar 2021. Hann naut þá nokkurrar alþýðuhylli vegna skilvirkra viðbragða stjórnarinnar við Covid-19-faraldrinum, sem leiddi ekki til margra dauðsfalla í Víetnam, og vegna hagvaxtar sem var með hinum mesta á heimsvísu.[7] Trong var endurkjörinn til þriðja kjörtímabils síns þann 31. janúar 2021.[8]

Þann 1. febrúar 2021 hélt Nguyễn Phú Trọng blaðamannafund þar sem hann sagði: „Ég er ekki við sem besta heilsu […] Ég er gamall og hefði gjarnan viljað fá að hvíla mig, en flokksþingið kaus mig og ég mun því sinna skyldu minni með því að beita mér af alefli í þágu flokksins míns.“[9]

Viðurkenningar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Nguyễn Phú Trọng, secrétaire général du PCV Geymt 22 janúar 2011 í Wayback Machine, Vietnam+, 19. janúar 2011.
  2. Nguyen Phu Trong elected Party General Secretary Geymt 21 janúar 2011 í Wayback Machine, Info.VN, 19. janúar 2011
  3. Du 11e Congrès du PCV émane une nouvelle confiance Geymt 22 janúar 2011 í Wayback Machine, Vietnam+, 19. janúar 2011
  4. Róbert Jóhannsson (8. júlí 2015). „Leiðtogi Víetnam heimsótti Hvíta húsið“. RÚV. Sótt 28. apríl 2024.
  5. Atli Ísleifsson (23. október 2018). „Kjörinn nýr forseti Víetnams“. Vísir. Sótt 28. apríl 2024.
  6. Bjarki Sigurðsson (2. mars 2023). „Vo Van Thuong nýr forseti Víetnam“. Vísir. Sótt 28. apríl 2024.
  7. Lina Sankari (25. janúar 2021). „Asie. Le Vietnam veut pousser son avantage à l'échelle mondiale“. L'Humanité. Sótt 29-12-2022.
  8. „Vietnam retains top leader, shuts Hanoi schools in COVID-19 battle“. Reuters (enska). 31. janúar 2021. Sótt 29. desember 2022.
  9. „Vietnam's Congress ends with focus on growth, graft and US-China ties“. South China Morning Post (enska). 1. febrúar 2021. Sótt 29. desember 2022.
  10. „Nguyen Phu Trong recibe Doctor Honoris Causa de la Universidad de La Habana“. Cubadebate (spænska). 29-03-2018. Sótt 18-09-2020..