Barbados
Barbados | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Pride and Industry (enska: Stolt og iðni) | |
Þjóðsöngur: In Plenty and In Time of Need | |
![]() | |
Höfuðborg | Bridgetown |
Opinbert tungumál | enska |
Stjórnarfar | Þingbundin konungsstjórn
|
drottning landstjóri forsætisráðherra |
Elísabet 2. Sandra Mason Mia Mottley |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
200. sæti 432 km² ~0 |
Mannfjöldi - Samtals (2010) - Þéttleiki byggðar |
171. sæti 277.821 660/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2012 |
- Samtals | 7,1 millj. dala (170. sæti) |
- Á mann | 25.372 dalir (40. sæti) |
Gjaldmiðill | barbadosdalur (BBD) |
Tímabelti | UTC-4 |
Þjóðarlén | .bb |
Landsnúmer | 1-246 |
Barbados er eyríki í Vestur-Atlantshafi. Eyjan er um 100 km austan við Kulborðseyjar sem eru syðri hluti Litlu-Antillaeyja. Næstu nágrannaríki eru Sankti Vinsent og Grenadíneyjar og Sankti Lúsía í vesturátt. Barbados er 434,5 km norðaustur af strönd Venesúela. Eyjan er 430 km² að flatarmáli og er aðallega mynduð úr kóral og kalksteini. Hún er láglend en nokkuð hæðótt inni við miðju. Staðvindar eru ríkjandi.
Eyjan var byggð aravakindíánum þegar spænskir siglingamenn uppgötvuðu hana seint á 15. öld. Hún birtist fyrst á spænsku landakorti árið 1511. Portúgalir sigldu til eyjarinnar 1536 en létu nægja að sleppa þar svínum sem hægt væri að nota sem vistir síðar. Englendingar komu til eyjarinnar 1626 og eignuðu sér hana. Fyrstu ensku landnemarnir komu þangað 1627. Afrískir þrælar voru fluttir inn til að vinna á sykurplantekrum. Þeir fengu frelsi árið 1834. Árið 1958 varð Barbados eitt af þeim tíu löndum sem mynduðu Sambandsríki Vestur-Indía. Eftir að sambandið leystist upp varð Barbados aftur heimastjórnarnýlenda en árið 1966 samdi heimastjórnin um fullt sjálfstæði. Barbados er í Breska samveldinu.
Frá sjálfstæði hefur Barbados verið þingbundið konungsríki og þjóðhöfðingi landsins er Elísabet 2. Bretadrottning. Árið 2020 lýsti ríkisstjórn Barbados því hins vegar yfir að lýðveldi verði stofnað í landinu árið 2021 og að innlendur forseti verði þá kjörinn nýr þjóðhöfðingi.[1]
Íbúar Barbados eru tæplega 300 þúsund. Nær 90% eru af blönduðum afrískum og karabískum uppruna. Enska er opinbert tungumál en flestir íbúa tala bajan sem er kreólamál byggt á ensku. 95% íbúa eru kristnir og þar af eru 40% í ensku biskupakirkjunni sem var ríkistrú landsins fram að sjálfstæði. Barbados er eitt af þeim löndum þar sem lífskjör eru hvað best í heiminum. Eyjan er vinsæll ferðamannastaður.
Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]
Barbados skiptist í ellefu sóknir:
![]() |
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Arnar Þór Ingólfsson (17. september 2020). „Barbadosar vilja losa sig við Elísabetu, arfleifð nýlendutímans“. Kjarninn. Sótt 17. september 2020.