Flóðin í Evrópu 2021

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kordel í Rínarlöndum, Þýskalandi.
Pepinster í Belgíu. Þar dóu 23

Frá júlí til ágústs 2021 urðu hamfaraflóð vegna úrhellis í löndum í Evrópu allt frá Bretlandi til Rúmeníu og Tyrklands. Andlát vegna flóðana eru að minnsta kosti 328: Flest í Þýskalandi, þar létust 184. Í Tyrklandi létust 58 og í Belgíu létust 41. Rínarland-Pfalz var sambandslandið sem fór verst út. Um 200.000 heimili misstu rafmagn. Fjöldi húsa eyðilagðist.

Íbúar Liège, þriðju stærstu borg Belgíu, voru hvattir til að yfirgefa borgina þann 15. júní. Hætta var á að áin Meuse flæddi yfir bakka sína. Smábæirnir Pepinster og Verviers í Vallóníu fóru verst út. Þetta voru mannskæðustu flóð í álfunni síðan 1985 þegar stíflan Val di Stava brast á Ítalíu.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]