19. desember
Útlit
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
19. desember er 353. dagur ársins (354. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 12 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1187 - Klemens 3. varð páfi.
- 1610 - Pieter Both kom til Batam þar sem hann reisti höfuðstöðvar fyrir hollensk yfirráð í Indónesíu.
- 1666 - Háskólinn í Lundi var stofnaður í Svíþjóð.
- 1745 - Her jakobíta undir stjórn Karls Stúart (Bonnie Prince Charlie) beið ósigur fyrir her undir stjórn hertogans af Cumberland í orrustunni við Clifton Moor. Það er síðasti bardagi sem háður hefur verið á enskri grund.
- 1821 - Eldgos hófst í Eyjafjallajökli.
- 1901 - Stórbruni varð á Akureyri og urðu 50 manns heimilislausir er tólf hús brunnu.
- 1943 - B-25 sprengjuflugvél lenti á hvolfi skammt sunnan við Grandaveginn í Reykjavík í aðflugi að flugvellinum í Vatnsmýrinni. Þrír hermenn létust.[1]
- 1961 - Portúgalar samþykktu að láta Goa af hendi til Indverja.
- 1967 - Lögræðisaldur á Íslandi var lækkaður úr 21 ári í 20 ár. Síðar var hann svo lækkaður aftur í 18 ár.
- 1969 - Alþingi samþykkti að Ísland gengi í EFTA frá og með 1. mars 1970.
- 1983 - Sigurður Magnússon og Ingibjörg Daðadóttir, hjón í Stykkishólmi, áttu 75 ára hjúskapararafmæli. Eftir það lifði Sigurður í fimm mánuði en Ingibjörg í fjögur ár.
- 1984 - Alþýðulýðveldið Kína og Bretland undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu um framtíð Hong Kong.
- 1986 - Andrei Sakarov fékk að snúa aftur til Moskvu eftir sex ára útlegð innan Sovétríkjanna.
- 1989 - Húsnæðisstofnun ríkisins gaf út fyrstu húsbréfin.
- 1992 - Frumsýnd var kvikmyndin Karlakórinn Hekla í leikstjórn Guðnýjar Halldórsdóttur.
- 1994 - Rannsókn hófst á Whitewater-hneykslinu í Bandaríkjunum.
- 1994 - Svíar heimiluðu borgaralega giftingu samkynhneigðra.
- 1996 - Ísland og Noregur undirrituðu Schengensamninginn.
- 1996 - Ruben Kun varð forseti Nárú.
- 1997 - Kvikmyndin Titanic var frumsýnd í Bandaríkjunum.
- 1998 - Vantraust á Bill Clinton Bandaríkjaforseta kom fram á Bandaríkjaþingi vegna meinsæris í Lewinsky-málinu.
- 2001 - Metloftþrýstingur, 1085,6 hektópasköl, mældist í Mongólíu.
- 2006 - Rússneska flutningaskipið Wilson Muuga strandaði á Hvalsnesi í Sandgerðisbæ. Allir í áhöfn þess björguðust en einn danskur sjóliði fórst við björgunarstörf.
- 2012 - Serbneski stríðsglæpamaðurinn Milic Martinovic var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð á almennum borgurunum í bænum Čuska í Kosóvó 1999.
- 2013 - Loftið í Apollo-leikhúsinu í London hrundi í miðri sýningu á Furðulegt háttalag hunds um nótt með þeim afleiðingum að 700 meiddust.
- 2015 - Tíu hús eyðilögðust og tveir létust þegar snjóflóð féll á Longyearbyen á Svalbarða.
- 2016 - Hryðjuverkaárásin í Berlín 2016: Vörubíl var ekið inn á jólamarkað í Berlín með þeim afleiðingum að 12 létust.
- 2016 - Rússneski sendiherrann í Tyrklandi, Andrej Karlov, var skotinn til bana á myndlistarsýningu í Ankara.
- 2020 – Eysturoyargöngin, neðansjávargöng milli Straumeyjar og Austureyjar í Færeyjum, voru opnuð.
- 2021 – Gabriel Boric var kjörinn forseti Chile.
- 2022 - Á þingi Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni 2022 var samþykkt að yfir þriðjungur yfirborðs jarðar yrði náttúruverndarsvæði fyrir árið 2030.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1554 - Filippus Vilhjálmur Óraníufursti (d. 1618).
- 1683 - Filippus 5. Spánarkonungur (d. 1746).
- 1861 - Italo Svevo, ítalskur rithöfundur (d. 1928).
- 1868 - Ágúst Jónsson, íslenskt skáld (d. 1945).
- 1875 - Mileva Marić, serbneskur stærðfræðingur (d. 1948).
- 1906 - Leoníd Bresnjev, sovéskur stjórnmálamaður (d. 1982).
- 1915 - Édith Piaf, frönsk söngkona (d. 1963).
- 1925 - Robert B. Sherman, bandarískur lagahöfundur (d. 2012).
- 1934 - Pratibha Patil, forseti Indlands.
- 1937 - Jónatan Þórmundsson, íslenskur lögfræðingur.
- 1938 - Alfreð Flóki, íslenskur myndlistarmaður (d. 1987).
- 1942 - Jón Júlíusson, íslenskur leikari.
- 1951 - Árni Stefán Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1956 - Jens Fink-Jensen, danskur rithöfundur og ljóðskáld.
- 1957 - Kevin McHale, bandarískur körfuboltamaður.
- 1959 - Yasuhito Suzuki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1962 - Frosti Sigurjónsson, íslenskur athafnamaður.
- 1965 - Jessica Steen, kanadísk leikkona.
- 1967 - Guðlaugur Þór Þórðarson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1969 - Richard Hammond, enskur sjónvarpsmaður úr Top Gear.
- 1972 - Kolbeinn Óttarsson Proppé, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1972 - Alyssa Milano, bandarísk leikkona.
- 1978 - Brynjar Már Valdimarsson, íslenskur útvarpsmaður.
- 1980 - Jake Gyllenhaal, bandarískur leikari.
- 1985 - Gary Cahill, enskur knattspyrnumaður.
- 1985 - Tadanari Lee, japanskur knattspyrnumaður.
- 1986 - Ryan Babel, hollenskur knattspyrnumaður.
- 1988 - Alexis Sánchez, knattspyrnumaður hjá Barcelona.
- 1989 - Valdimar Bergstað, íslenskur hestamaður.
- 1990 - Elías Karl Guðmundsson, íslenskur keppandi í Útsvari og Gettu betur.
- 1992 - Fríða Ísberg, íslenskt skáld.
- 1993 - Leonardo Bittencourt, þýskur knattspyrnumaður.
- 1996 - Jake Wesley Rogers, bandarískur söngvari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 401 - Anastasíus páfi.
- 1327 - Agnes af Frakklandi, hertogaynja af Búrgund.
- 1370 - Úrbanus 5. páfi (f. 1310)
- 1741 - Vitus Bering, danskur landkönnuður, dó úr skyrbjúg í Alaska (f. 1681).
- 1848 - Emily Brontë, enskur rithöfundur (f. 1818).
- 1851 - William Turner, breskur listmálari (f. 1775).
- 1930 - J.C. Christensen, danskur forsætisráðherra (f. 1856).
- 1987 - Guðmundur Í. Guðmundsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1909).
- 1996 - Marcello Mastroianni, ítalskur leikari (f. 1924).
- 2017 - Ólafía Einarsdóttir, íslenskur fornleifafræðingur (f. 1924).
Hátíðis- og tyllidagar
[breyta | breyta frumkóða]- Samkvæmt kvæði Jóhannesar úr Kötlum, „Jólin koma“ kemur jólasveinninn Skyrjarmur, almennt nefndur Skyrgámur, til byggða þennan dag.