11. júlí
Jump to navigation
Jump to search
11. júlí er 192. dagur ársins (193. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 173 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- 138 - Antonínus Píus var krýndur keisari Rómar.
- 1302 - Flæmingjar unnu sigur á Frökkum í Gullsporaorrustunni.
- 1789 - Loðvík 16. gerði Jacques Necker, ráðgjafa sinn, útlægan sem leiddi til uppþota í París.
- 1800 - Alþingi var afnumið með konunglegri tilskipun og þess í stað stofnaður Landsyfirréttur.
- 1809 - Önnur auglýsing Jörundar hundadagakonungs birtist þar sem hann tilkynnti að hann hefði tekið að sér stjórn landsins.
- 1863 - Fjórir menn úr Þingeyjarsýslu sigldu frá Akureyri til Kaupmannahafnar með skonnortunni Jóhönnu, en þeir hugðust nema land í Brasilíu. Þangað komu þeir eftir þriggja mánaða ferð.
- 1890 - Samþykkt voru lög um stofnun sjóða í sérhverju sveitarfélagi með það að markmiði að styrkja heilsubilað og ellihrumt alþýðufólk.
- 1911 - Samþykkt voru lög um sjúkrasamlög á frjálsum grundvelli með styrk úr landssjóði.
- 1911 - Konungur staðfesti lög um jafnan rétt kvenna á við karla til menntunar og embætta. Frumvarpið flutti Hannes Hafstein.
- 1923 - Í Reykjavík urðu fjöldaslagsmál á milli sjómanna og útgerðarmanna vegna launadeilu. Þessi átök hafa verið nefnd Blöndahlsslagurinn.
- 1971 - Beint útvarp úr Matthildi undir stjórn Davíðs Oddssonar, Hrafns Gunnlaugssonar og Þórarins Eldjárns hóf göngu sína og náði fljótt miklum vinsældum.
- 1972 - Skákeinvígi á milli Boris Spasskí, þáverandi heimsmeistara í skák og Roberts (Bobby) Fischers, áskoranda, hófst í Reykjavík. Það hefur verið nefnt Einvígi aldarinnar og lauk með sigri Fischers.
- 1987 - Einar Vilhjálmsson setti Norðurlandamet í spjótkasti, 82,96 metra á landsmóti UMFÍ á Húsavík. Keppt var með nýrri gerð af spjóti.
- 1993 - Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Debut, fór beint í þriðja sæti breska vinsældalistans er hún kom út, en Björk varð með þessu fyrst íslenskra listamanna til að komast inn á topp tíu.
- 1995 - Hersveitir Bosníuserba undir stjórn Ratko Mladić, hertóku Srebrenica. Fall Srebrenica notað var sem átylla til að réttlæta hernaðaríhlutun í Bosníu.
- 1998 - Hvalfjarðargöngin voru opnuð.
- 2006 - 209 manns létust og yfir 700 slösuðust í sjö sprengingum í hryðjuverkaárás á neðanjarðarlestirnar í Mumbai á Indlandi.
- 2010 - Spánverjar urðu heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 1:0 sigur á Hollendingum í úrslitaleik keppninnar. Andrés Iniesta skoraði sigurmark Spánverja.
Fædd[breyta | breyta frumkóða]
- 1657 - Friðrik 1. Prússakonungur (d. 1713).
- 1767 - John Quincy Adams, Bandarikjaforseti (d. 1848).
- 1857 - Alfred Binet, franskur sálfræðingur (d. 1911).
- 1934 - Giorgio Armani, ítalskur tískuhönnuður.
- 1958 - Hugo Sánchez, mexíkanskur knattspyrnumaður.
- 1959 - Richie Sambora, bandarískur gítarleikari (Bon Jovi) .
- 1959 - Suzanne Vega, bandarísk söngkona.
- 1959 - Grétar Örvarsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1974 - Hermann Hreiðarsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1975 - Lil' Kim, bandarískur rappari.
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 1916 - Jón Ólafsson, ritstjóri (f. 1850).
- 1974 - Pär Lagerkvist, sænskur rithöfundur og handhafi Bókmenntaverðlauna Nóbels (f. 1891).
- 1989 - Laurence Olivier, enskur leikari (f. 1907).