Fara í innihald

Måneskin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Måneskin
Måneskin árið 2022; frá vinstri til hægri: Victoria De Angelis, Damiano David, Thomas Raggi og Ethan Torchio
Måneskin árið 2022; frá vinstri til hægri: Victoria De Angelis, Damiano David, Thomas Raggi og Ethan Torchio
Upplýsingar
UppruniRóm, Ítalía
Ár2016–núverandi
Stefnur
Útgefandi
Meðlimir
Vefsíðamaneskin.it

Måneskin er ítölsk hljómsveit sem varð fræg eftir að hafa lent í öðru sæti í ítalska X-Factor árið 2017.[1] Nafnið er danska fyrir „tunglsljós“.

Bassistinn er Victoria De Angelis, gítaristinn er Thomas Raggi, trommarinn er Ethan Torchio og söngvarinn er Damiano David. Hljómsveitin vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 með laginu sínu „Zitti e buoni“.[2]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Meðlimir hljómsveitarinnar hittust þegar þau voru í menntaskóla.[3] Árið 2016 þurfti hljómsveitin að velja nafn til þess að geta tekið þátt í keppninni Pulse - High School Band Contest. Móðurmál De Angelis er danska, og hún stakk upp á nokkrum dönskum orðum. Måneskin var eitt þeirra og tóku þau þátt undir því nafni, og hefur það haldist síðan.[4] Í desember 2017 lenti sveitin í öðru sæti í ítalska X Factor. Fyrsta breiðskífa þeirra, Il ballo della vita, var gefin út 26. október 2018.[5] Myndbandið af söngnum og smáskífunni „Torna a casa“ hefur fengið yfir 100 milljón áhorf á YouTube.[6] Í byrjun mars 2021 vann hljómsveitin Sanremo 2021 (71º Festival della Canzone Italiana di Sanremo 2021). Sigurvegarar þessarar hátíðar er boðið að taka þátt í Eurovision fyrir hönd Ítalíu, sem Måneskin gerði.[7] Måneskin keppti í aðalkeppninni þann 22. maí 2021 með laginu „Zitti e buoni“ og sigruðu með 524 stig. Síðan þá hefur hljómsveitin hlotið mikilla vinsælda um allan heim. Þar á meðal hefur hún komið fram hjá Jimmy Fallon (The Tonight Show Starring Jimmy Fallon) og Ellen DeGeneres (The Ellen DeGeneres Show).[8][9]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

 • Il ballo della vita (2018)
 • Teatro d'ira: Vol. I (2021)
 • Rush! (2023)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „X Factor, la vittoria di Lorenzo Licitra: la voce del tenore batte il glam rock dei Maneskin“. la Repubblica (ítalska). 14. desember 2017. Sótt 17. mars 2021.
 2. „Italy: Måneskin wins Sanremo 2021 – ready for Eurovision“. Eurovisionworld. 7. mars 2021. Sótt 17. mars 2021.
 3. „Tutto quello che c'è da sapere sui Måneskin, la band che vincerà X Factor“. la Repubblica (ítalska). 26. nóvember 2017. Sótt 17. mars 2021.
 4. https://www.pressreader.com/italy/corriere-della-sera-la-lettura/20171231/281986082934933
 5. „Maneskin, ecco il nuovo album "Il ballo della vita" e un docufilm sulla loro carriera“. www.ilmessaggero.it (ítalska). Sótt 17. mars 2021.
 6. Måneskin - Torna a casa, sótt 17. mars 2021
 7. „Måneskin will represent Italy at the Eurovision Song Contest“. Eurovision.tv (enska). 7. mars 2021. Sótt 17. mars 2021.
 8. Quentin Singer (27. október 2021). „Måneskin Makes Their Late Night Debut On Jimmy Fallon“. Forbes. Sótt 29. nóvember 2021.
 9. „Maneskin Scheduled To Perform On November 8 "Ellen DeGeneres Show". Headline Planet (bandarísk enska). 30. október 2021. Sótt 30. október 2021.