Måneskin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Måneskin
Uppruni Róm, Ítalía
Tónlistarstefnur Jaðarrokk, Glysrokk
Ár 2016 - í dag
Útgefandi Sony Records
Meðlimir
Núverandi Damiano David (22 ára)
Victoria De Angelis (21 ára)
Thomas Raggi (20 ára)
Ethan Torchio (20 ára)

Måneskin (danska: Tunglsljós) er ítölsk hljómsveit sem varð fræg eftir að hafa lent í öðru sæti í ítalska X-Factor árið 2017.[1]

Bassistinn er Victoria De Angelis, gítaristinn er Thomas Raggi, trommarinn er Ethan Torchio og söngvarinn er Damiano David. Hljómsveitin vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 með lagið sitt "Zitti e buoni".[2]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Meðlimir hljómsveitarinnar hittust þegar þau voru í menntaskóla.[3] Í 2016 þurfti hljómsveitin að velja nafn til þess að geta tekið þátt í keppninni Pulse - High School Band Contest. Móðurmál De Angelis er danska, og hún stakk upp á nokkrum dönskum orðum. Måneskin var eitt þeirra og unnu þau keppnina undir þessu nafni.[4] Í desember 2017 lenti sveitin í öðru sæti í X Factor í Ítalíu. Fyrsta breiðskífa þeirra, Il ballo della vita, var gefin út 26. október 2018.[5] Myndbandið af söngnum og smáskífunni "Torna a casa" hefur yfir 100 milljón áhorf á YouTube.[6] Í byrjun mars 2021 vann hljómsveitin Sanremo 2021 (71º Festival della Canzone Italiana di Sanremo 2021). Sigurvegara þessarar hátíðar er boðið að taka þátt í Eurovision fyrir hönd Ítalíu og Måneskin hélt í keppnina.[7] Måneskin komust í aðalkeppnina 22. maí 2021 með laginu "Zitti e buoni" og unnu keppnina með 524 stig.

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • 2018 – Il ballo della vita
  • 2021 – Teatro d'ira: Vol. I

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „X Factor, la vittoria di Lorenzo Licitra: la voce del tenore batte il glam rock dei Maneskin“. la Repubblica (ítalska). 14. desember 2017. Sótt 17. mars 2021.
  2. „Italy: Måneskin wins Sanremo 2021 – ready for Eurovision“. Eurovisionworld. 7. mars 2021. Sótt 17. mars 2021.
  3. „Tutto quello che c'è da sapere sui Måneskin, la band che vincerà X Factor“. la Repubblica (ítalska). 26. nóvember 2017. Sótt 17. mars 2021.
  4. https://www.pressreader.com/italy/corriere-della-sera-la-lettura/20171231/281986082934933
  5. „Maneskin, ecco il nuovo album "Il ballo della vita" e un docufilm sulla loro carriera“. www.ilmessaggero.it (ítalska). Sótt 17. mars 2021.
  6. Måneskin - Torna a casa , sótt 17. mars 2021
  7. „Måneskin will represent Italy at the Eurovision Song Contest“. Eurovision.tv (enska). 7. mars 2021. Sótt 17. mars 2021.