Kaja Kallas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kaja Kallas
Kaja Kallas árið 2021.
Forsætisráðherra Eistlands
Núverandi
Tók við embætti
26. janúar 2021
ForsetiKersti Kaljulaid
Alar Karis
ForveriJüri Ratas
Persónulegar upplýsingar
Fædd18. júní 1977 (1977-06-18) (46 ára)
Tallinn, Eistlandi
StjórnmálaflokkurUmbótaflokkurinn
MakiTaavi Veskimägi (g. 2002; sk. 2014)
Arvo Hallik (g. 2018)
Börn3
HáskóliHáskólinn í Tartu (BA)
Eistneski viðskiptaskólinn (MBA)
StarfStjórnmálamaður
Vefsíðakajakallas.ee

Kaja Kallas (f. 18. júní 1977) er eistneskur stjórnmálamaður sem hefur verið forsætisráðherra Eistlands frá 26. janúar 2021. Hún hefur verið leiðtogi Umbótaflokksins frá 2018 og hefur setið á eistneska þinginu frá 2019 og áður frá 2011 til 2014. Kallas sat á Evrópuþinginu frá 2014 til 2018 fyrir Bandalag frjálslyndra og demókrata fyrir Evrópu. Áður en hún hóf þingferil sinn vann hún sem lögmaður og sérhæfði sig í evrópskum og eistneskum samkeppnisrétti.

Æska og menntun[breyta | breyta frumkóða]

Kaja Kallas fæddist í Tallinn þann 18. júní árið 1977[1] og er dóttir Siims Kallas, sem var 14. forsætisráðherra Eistlands og síðar meðlimur í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.[2] Þegar móðir hennar, Kristi, var sex mánaða gömul var henni brottvísað frá Eistlandi af stjórn Sovétríkjanna og hún flutt til Síberíu í nautgripavagni ásamt móður sinni og ömmu, þar sem hún ólst upp til tíu ára aldurs.[3] Afi Kallas var Eduard Alver(et), einn af stofnendum fyrsta eistneska lýðveldisins og fyrsti yfirmaður eistnesku lögreglunnar frá 1918 til 1919.[3] Kallas rekur ættir sínar föður síns megin bæði til Letta og Eystrasaltsþjóðverja.[4][5]

Kallas útskrifaðist frá Háskólanum í Tartu árið 1999 með BA-gráðu í lögfræði. Frá árinu 2007 nam hún við Eistneska viðskiptaskólann og útskrifaðist þaðan með EMBA-gráðu í hagfræði árið 2010.[6][7]

Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Kallas gekk í eistneska lögmannasambandið árið 1999 og varð málafærslumaður árið 2002. Hún varð félagi við lögmannsstofuna Luiga Mody Hääl Borenius og Tark & Co og vann sem stjórnendamarkþjálfi við Eistneska viðskiptaskólann. Hún er jafnframt meðlimur í evrópska bandalaginu gegn auðhringjum. Árið 2011 var hún skráð sem óvirkur meðlimur við eistneska lögmannasambandið.[8] Í nóvember árið 2018 birti Kallas æviminningarnar MEP: 4 aastat Euroopa Parlamendis (MEP: Fjögur ár á Evrópuþinginu), þar sem hún fjallaði um störf sín í Brussel frá 2014 til 2018.[9]

Stjórnmálaferill[breyta | breyta frumkóða]

Seta á eistneska þinginu (2011–2014)[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2010 ákvað Kallas að ganga til liðs við eistneska Umbótaflokkinn. Hún bauð sig fram á eistneska þingið (Riigikogu) árið 2011 í kjördæmi Harju- og Rapla-sýslna og hlaut 7.157 atkvæði. Hún sat á 12. löggjafarþingi Eistlands og var formaður efnahagsmálanefndar þingsins frá 2011 til 2014.[8]

Seta á Evrópuþinginu (2014–2018)[breyta | breyta frumkóða]

Kallas bauð sig fram í Evrópuþingskosningunum 2014 og hlaut 21.498 atkvæði.[8] Á Evrópuþinginu sat Kallas í iðnaðar- rannsóknar- og orkumálanefndinni og var varafulltrúi í innri markaðar- og neytendaverndarnefnd þingsins. Hún var varaformaður samvinnunefndar Evrópuþingsins og þings Úkraínu og meðlimur í sendinefnd til Þingmannafundar Euronest og sendinefnd þingsins til Bandaríkjanna.[1] Kallas var auk þess meðlimur í millihópi Evrópuþingsins um stafræna stefnumótun[10] og varaformaður millihóps ungmenna.[11]

Á tíma sínum á Evrópuþinginu vann Kallas að stefnumótun fyrir stafræna innri markaðinn, orkumál, neytendalöggjöf og samskipti við Úkraínu. Hún gerðist sér í lagi málsvari lítilla og meðalstórra fyrirtækja og hélt því fram að stafræn landamæri gerðu frumkvöðlafyrirtækjum erfitt uppdráttar. Hún er talsmaður frumkvöðlastarfs og hefur oft lagt áherslu á að reglugerðir geti ekki og megi ekki þvælast fyrir tæknibyltingunni.[1]

Kallas var skýrslugjafi sex skýrslna: álitsskýrslu um reglugerð um friðhelgi einkalífs í fjarskiptum (ePrivacy Regulation),[12] borgaralöggjöf um vélmenni,[13] og um ársskýrslu um samkeppnisstefnu ESB,[14] og um nýja gjöf fyrir orkuneytendur,[15] löggjöf um tollabrot og refsiaðgerðir[16] og frumkvæðisskýrslu um stafræna innri markaðinn.[17]

Á kjörtímabili sínu á Evrópuþinginu var Kallas jafnframt tilnefnd í starfshóp Ungra Evrópuleiðtoga (EYL40).[18]

Endurkoma í eistnesk stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]

Þann 13. desember árið 2017 tilkynnti leiðtogi Umbótaflokksins, Hanno Pevkur, að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs og lagði til að Kallas tæki við af honum.[19] Eftir stutta íhugun tilkynnti Kallas þann 15. desember að hún myndi bjóða sig fram til leiðtoga flokksins.[20]

Þann 3. mars 2019 leiddi Kallas Umbótaflokkinn í þingkosningum þar sem flokkurinn vann um 29% atkvæða en eistneski Miðflokkurinn, sem sat við stjórn landsins, hlaut 23%.[21]

Þegar Miðflokksmaðurinn Jüri Ratas sagði af sér sem forsætisráðherra þann 25. janúar 2021 myndaði Kallas nýja samsteypustjórn Umbótaflokksins og Miðflokksins.[22] Kallas varð þar með fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra Eistlands.[23]

Kallas leiddi Umbótaflokkinn í þingkosningum í mars 2023. Í kosningunum vann Umbótaflokkurinn 31 prósent atkvæða og 37 af 101 þingsætum, mest allra þingflokka.[24]

Einkahagir[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2002 giftist Kallas Taavi Veskimägi, eistneskum stjórnmálamanni og viðskiptamanni sem var fjármálaráðherra frá 2003 til 2005. Þau skildu árið 2014 og eiga einn son. Árið 2018 giftist Kallas Arvo Hallik, bankamanni og fjárfesti. Hann á tvö börn úr fyrra sambandi.[25][26][27][28]

Auk móðurmáls síns, eistnesku, talar Kallas ensku, rússnesku og frönsku reiprennandi.[29]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 „8th parliamentary term, European Parliament“. europarl.europa.eu. Afrit af uppruna á 6. mars 2019. Sótt 4. mars 2019.
  2. Dobush, Grace (4. mars 2019). „Digital Savvy Estonia Is Set to Get Its First Female Prime Minister“. Fortune. Afrit af uppruna á 8. mars2019. Sótt 9. mars 2021.
  3. 3,0 3,1 Even further from Russia: what is known about the new head of the Estonian government, Europeeska Pravda, 26. janúar 2021
  4. Lääne Elu. Siim Kallas: eliidi raputamine on õige eesmärk. (eistneska). Skoðað 9. mars 2021.
  5. Eesti Ekspress. Siim Kallas: "'Minu vanaema oli lätlane? Väga huvitav!"'. (eistneska). Skoðað 9. mars 2021.
  6. „Kaja Kallas“. Sótt 4. mars 2019.
  7. Deloy, Corinne (3. mars 2019). „Victory for the centre-right opposition (ER) in the general elections in Estonia“ (PDF). The Foundation Robert Schuman. Afrit (PDF) af uppruna á 7. mars 2019. Sótt 7. mars 2019.
  8. 8,0 8,1 8,2 „Biography“. Kaja Kallase. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júní 2016.
  9. „MEP. 4 aastat Euroopa Parlamendis“ (eistneska). Goodreads. Afrit af uppruna á 3. janúar 2019. Sótt 8. mars 2019.
  10. „Members – DAI“. digitalagendaintergroup.eu. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. janúar 2016.
  11. „European Youth Forum“. youthforum.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. maí 2016. Sótt 18. apríl 2016.
  12. Kallas, Kaja (4. október 2017). „Opinion on the proposal for a regulation of the European Parliament and of the Council concerning the respect for private life and the protection of personal data in electronic communications and repealing Directive 2002/58/EC (Regulation on Privacy and Electronic Communications)“. For the Committee on Civil Liberties, Justice and Home Affairs. Committee on Industry, Research and Energy. Afrit af uppruna á 23. október 2018. Sótt 6. mars 2019.
  13. „Procedure File: 2015/2103 (INL); Legislative Observatory; European Parliament“. oeil.secure.europarl.europa.eu. Afrit af uppruna á 6. mars 2019. Sótt 4. mars 2019.
  14. „Procedure File: 2014/2158 (INI); Legislative Observatory; European Parliament“. oeil.secure.europarl.europa.eu. Afrit af uppruna á 6. mars 2019. Sótt 4. mars 2019.
  15. „Opinion of the Committee on the Internal Market and Consumer Protection for the Committee on Industry, Research and Energyon Delivering a New Deal for Energy Consumers“. European Parliament. 12. apríl 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júní 2016.
  16. „Procedure File: 2013/0432 (COD); Legislative Observatory; European Parliament“. oeil.secure.europarl.europa.eu. Afrit af uppruna á 6. mars 2019. Sótt 4. mars 2019.
  17. „Procedure File: 2015/2147 (INI); Legislative Observatory; European Parliament“. oeil.secure.europarl.europa.eu. Afrit af uppruna á 6. mars 2019. Sótt 4. mars 2019.
  18. „European Young Leaders (EYL40) programme – Call for Nominations for the Class of 2018“. Erasmus Mundus Association. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. febrúar 2021. Sótt 9. mars 2021.
  19. „Pevkur not to run for Reform lead again, Kallas not announcing yet“. ERR. 13. desember 2017. Afrit af uppruna á 23. desember 2017. Sótt 22. desember 2017.
  20. „Kaja Kallas to run for Reform Party chair“. ERR. 15. desember 2017. Afrit af uppruna á 23. desember 2017. Sótt 22. desember 2017.
  21. „Estonia general election: Opposition party beats Centre rivals“. BBC News. 5. mars 2019. Afrit af uppruna á 4. mars 2019. Sótt 4. mars 2019.
  22. „Kaja Kallas to become Estonia's first female prime minister“. Euronews. 24. janúar 2021. Sótt 25. janúar 2021.
  23. Hankewitz, Sten (26. janúar 2021). „Estonia becomes the only country in the world led by women“. Estonian World. Sótt 26. janúar 2021.
  24. Atli Ísleifsson (6. mars 2023). „Flokkur Kaju Kallas vann kosninga­sigur í Eist­landi“. Vísir. Sótt 6. mars 2023.
  25. „Estland bekommt erstmals eine Regierungschefin“. tagesschau.de.
  26. https://www.elu24.ee/4370227/kaua-hoitud-saladus-kaja-kallas-on-kihlatud-investeerimispankuriga
  27. https://ekspress.delfi.ee/artikkel/80726877/eesti-ekspressi-suur-lugu-kaja-kallast-ootab-ees-jaht-peaministri-kohale-volgades-reformierakonna-paastmine-ja-abiellumine?
  28. „Kaja Kallas“. valitsus.ee. Sótt 27. janúar 2021.
  29. Blenker, Christian (25. janúar 2021). „Endlich Regierungschefin“. tagesschau.de (þýska). Sótt 5. febrúar 2021.


Fyrirrennari:
Jüri Ratas
Forsætisráðherra Eistlands
(26. janúar 2021 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti