Vilborg Dagbjartsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Vilborg Dagbjartsdóttir, rithöfundur. Mynd af auglýsingarspjaldi frá Forlaginu

Vilborg Dagbjartsdóttir (fædd 18. júlí 1930) er íslenskur rithöfundur.

Vilborg rithöfundur fæddist á Hjalla á Vestdalseyri þann 18. júlí árið 1930. Foreldrar hennar voru Dagbjartur Guðmundsson og Erlendína Jónsdóttir. Vilborg lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1952 og stundaði nám í bókasafnsfræðum við Háskóla Íslands 1982. Hún stundaði leiklistarnám hjá Lárusi Pálssyni og var í námshring Gunnars R. Hansens í leiklist á árunum 1951 – 1953. Hún starfaði sem rithöfundur og barnakennari í Austurbæjarskóla í 43 ár. Vilborg er þekktust fyrir ljóð sín en eftir hana liggur einnig fjöldi rita fyrir börn, bæði frumsamdar sögur og þýðingar og auk þess námsefni. Hún ritstýrði Óskastundinni, barnablaði Þjóðviljans, 1956 – 1962 og Kompunni, barnasíðu sunnudagsblaðs sama blaðs, frá 1975 – 1979.

Út hafa komið tvær bækur um ævi Vilborgar:

Eiginmaður Vilborgar var Þorgeir Þorgeirson rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður.

Félagsmál[breyta | breyta frumkóða]

Vilborg var einn frumkvöðla að stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar og átti sæti fyrir miðju hreyfingarinnar 1970. Hún sat lengi í stjórn Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna og meðlimur í Samtökum herstöðvaandstæðinga. Hún hefur átt sæti í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundafélags Íslands og Rithöfundasambands Íslands. Vilborg var í stjórn Kvikmyndaklúbbsins og Litla bíós frá 1968-1970.

Ritstörf[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta ljóðabók Vilborgar var Laufið á trjánum sem kom út árið 1960 og var hún þá ein af fáum konum sem skrifuðu atómljóð. Hún birti einnig ljóð í tímaritinu Birtingi og á fjölda ljóða og greina í tímaritum og safnritum. Ljóð Vilborgar hafa birst í erlendum safnritum og tímaritum á fjölda tungumála.

Rit[breyta | breyta frumkóða]

Ljóðabækur[breyta | breyta frumkóða]

 • Laufið á trjánum, Heimskringla 1960
 • Dvergliljur, Helgafell 1968
 • Kyndilmessa, Helgafell 1971
 • Ljóð (heildarútgáfa), Mál og menning 1981
 • Klukkan í turninum, Forlagið 1992
 • Ótta (ljóðaúrval), Valdimar Tómasson 1994
 • Ljósar hendur (safnrit 3 skálda), Fjölvaútgáfan 1996

Barnabækur[breyta | breyta frumkóða]

 • Alli Nalli og tunglið, myndir Sigríður Björnsdóttir, Litbrá 1959
 • Alli Nalli og tunglið, myndir Gylfi Gíslason, Mál og menning, 1976 (endurútgáfa)
 • Tvær sögur um tunglið, myndir Gylfi Gíslason, Iðunn 1981
 • Sögur af Alla Nalla, myndir Friðrika Geirsdóttir, Mál og menning 1965
 • Labbi pabbakútur, myndskreytt af höfundinum, Mál og menning 1984
 • Sögusteinn, myndir Anna Cynthia Leplar, Bjallan 1983
 • Bogga á Hjalla, myndir Anna Cynthia Leplar, Mál og menning 1984

Þýddar barna- og unglingabækur[breyta | breyta frumkóða]

 • Albin er aldrei hræddur eftir Ulf Lövgren, Iðunn 1975
 • Albin hjálpar til eftir Ulf Lövgren, Iðunnn 1975
 • Húgó eftir Maria Gripe, Iðunn 1975
 • Benni og gæsirnar hans eftir Ivo de Werd Tjerk Zijlstra, Iðunn 1975
 • Albin og furðuhjólið eftir Ulf Lövgren, Iðunn 1977
 • Albin og undraregnhlífin eftir Ulf Lövgren, Iðunn 1977
 • Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren, Mál og menning 1978
 • Náttpabbi eftir Maria Gripe, Mál og menning 1979
 • Ný skammarstrik Emils í Kattholti eftir Astrid Lindgren, Mál og menning 1979
 • Enn lifir Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren, Mál og menning 1980
 • Litla hvíta Lukka eftir Helen Bannerman, Iðunn 1980
 • Dúa bangsi eftir Barbro Lindgren, Iðunn 1982
 • Dúa bíll eftir Barbro Lindgren, Iðunn 1982
 • Jólasveinninn, sagan af jólasveininum og búálfum hans á Korfafjalli eftir Mauri og Tarja Kunnas, Iðunn 1982
 • Sesselja Agnes (undarleg saga) eftir Maria Gripe, Mál og menning 1985
 • Hvað finnst þér? eftir Lena Borg, Monica Wedberg og Ulrika Åkerberg, Námsgagnastofnun 1987
 • Venjulegur dagur eftir Lena Borg, Monica Wedberg og Ulrika Åkerberg, Námsgagnastofnun 1987
 • Græna höndin og aðrar draugasögur eftir Ulf Palmenfelt, Mál og menning 1987
 • Ég vil ekki fara að hátta eftir Astrid Lindgren, Mál og menning 1989
 • Ævintýrið um hina undursamlegu kartöflu eftir Anders Sörensen, Skjaldborg 1990
 • Varenka eftir Bernadette, Örn og Örlygur 1990
 • Pétur Pan og Vanda eftir J.M. Barrie, Skjaldborg 1990
 • Þrammi eftir James Discoll, Skjaldborg 1990
 • Margot eftir James Discoll, Skjaldborg 1990
 • Dáti eftir James Discoll, Skjaldborg 1990
 • Kalli eftir James Discoll, Skjaldborg 1990
 • Grænalín, Brúnalín og Bláalín eftir Elsa Beskow, Mál og menning 1991
 • Anis og Ölviður eftir Tove Fagerholm, Mál og menning 1991
 • Fagri-Blakkur, endursögn Robin McKinleys af sögu Önnu Sewell, Skjaldborg
 • Réttindi mín I, II, III (Barnasáttmáli Sþ), Námsgagnastofnun 1992
 • Anis og Ölviður eftir Tove Fagerholm (kennsluleiðbeiningar) , Mál og menning 1993
 • Blæjan eftir Inger Brattström, Mál og menning 1996
 • Skórnir í glugganum (gleðileg jólasaga) eftir Lisa Streeter Wenner, Mál og menning 1996
 • Karnival dýranna (tónsaga) eftir Edel Wallin, Námsgagnastofnun 1996
 • Karnival dýranna (leiksýning, kennsluleiðbeiningar)) eftir Edel Wallin/Ulla Bitsch Larsen, Námsgagnastofnun 1996
 • Þjóð Guðs (sögur úr Gamla testamentinu) eftir Geraldine Mc Caughrean, Mál og menning 1997
 • Ríki Guðs (sögur úr Nýja testamentinu) eftir Geraldine Mc Caughrean, Mál og menning 1999
 • Bestu vinir (skemmtilegar sögur um vináttu), ritstjórn: Anna Falk, Skjaldborg 2001

þýdd leikrit[breyta | breyta frumkóða]

 • Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren, Leikfélag Hafnarfjarðar, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Leikfélag Sauðárkróks, Leikfélag Vestmannaeyja
 • Aðalatriðið er að vera hress eftir Astrid Lindgren, í stórbók A. Lindgren, Mál og menning 1987

flutt í Útvarpsleikhúsinu (RÚV) og í skólum

Aðrar þýðingar[breyta | breyta frumkóða]

 • Þrjár sögur eftir Saki, Forlagið 2000

Ritstjórn[breyta | breyta frumkóða]

 • Óskastundin (vikulegt barnablað sem fylgdi dagblaðinu Þjóðviljanum) 1956-1962
 • Kompan (barnasíða í sunnudagsblaði Þjóðviljans) 1975-1979
 • Sólhvörf (Bók handa börnum, Barnaverndarfélag Reykjavíkur 1960
 • Barnanna hátíð blíð (ásamt Þorvaldi Kristinssyni), söngvar og fróðleikur um jólin, Hlín Gunnarsdóttir myndskreytti, Forlagið 1993