Guðmundur St. Steingrímsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Guðmundur St. Steingrímsson nefndur „Papa Jazz“ (fæddur 19. október 1929, látinn 16. apríl 2021 ) í Hafnarfirði) var íslenskur jazztrommuleikari. Hann starfaði sem trommuleikari samfellt frá árinu 1945 og lærði trommuleik hjá Robert Grauso og fleirum á árunum 1954-1959. Guðmundur spilaði fyrst opinberlega með hljómsveitinni Ungum piltum. Hann varð þekktur með K.K. sextettnum og spilaði með Hauki Morthens, Ragnari Bjarnasyni, Borgarbandinu, Tríói Guðmundar Ingólfssonar og Tríói Björns Thoroddsen og fleirum.

Félag íslenskra hljómlistarmanna heiðraði ævistarf Guðmundar árið 2018.

Í október 2009 gaf Bókaútgáfan Hólar út bókina Papa Jazz eftir Árna Matthíasson blaðamann um ævi og tónlistarferil Guðmundar. (ISBN 978-9979-797-74-6)

Guðmundur lést 16. apríl 2021, 91 árs gamall. [1]

Plötur sem Guðmundur hefur leikið á:[breyta | breyta frumkóða]

 • KK Sextett og Raggi Bjarna – Óli rokkari, Vor við sæinn og önnur lög (HSH 1957 / Skífan 1997)
 • Skapti Ólafsson – Allt á floti og önnur lög (Íslenskir tónar 1958 / Spor 1991)
 • Fjórtán Fóstbræður — Syngið með: Lagasyrpurnar úr útvarpsþættinum „Sunnudagskvöld með Svavari Gests“ (SG hljómplötur 1964)
 • Samstæður (Jazzvakning 1978)
 • Ljósin í bænum (Steinar hf 1978)
 • Bob Magnusson Group – Jazzvaka (Jazzvakning 1980)
 • Viðar Alfreðsson – Viðar spilar og spilar (Skífan 1980)
 • Bubbi Morthens – Ísbjarnarblús (Iðunn 1980 / Steinar hf 1981)
 • Guðmundur Ingólfsson – Nafnakall (SG hljómplötur 1982)
 • Ýmsir — 50 ára afmæli FÍH (Fálkinn 1982)
 • Bubbi Morthens - Fingraför (Steinar hf 1983 / Skífan 2006 viðhafnarútgáfa)
 • Gunnar Ormslev: Jazz í 30 ár (Jazzvakning 1983)
 • KK Sextett – Gullárin (Steinar 1984 / Tónaflóð 1998)
 • Haukur Morthens – Melódíur minninganna (Faxafón 1985)
 • Bubbi Morthens - Kona (Gramm 1985 / Skífan 2005, 25 ára afmælisútgáfa)
 • Guðmundur Ingólfsson – Þjóðlegur fróðleikur (Fálkinn 1987)
 • Tríó Guðmundar Ingólfssonar og Björk Guðmundsdóttir – Gling-gló (Smekkleysa 1990 / One Little Indian 1999 / WEA 2003)
 • Björk Emmi Gunn Show — Gling-gló Live DVD (ólögleg útgáfa, ártal óþekkt)
 • Gling Glo — Live at the Hotel Borg — Recorded Aug. 30th. 1990 at the Hotel Borg in Reykjavik (ólögleg útgáfa, ártal óþekkt)
 • Bjork and Gudmundur Ingolfsson Trio — Gling-glo Live (ólögleg útgáfa, ártal óþekkt)
 • Tríó Björns Thoroddsen – Við göngum svo léttir (Skífan 1993)
 • Gunnar Ormslev: Jazz í 30 ár (Jazzís 1994 / Jazzvakning 1996)
 • Guðmundur Steingrímsson, Björn Thoroddsen o.fl. – Hafnarfjörður í tón­um (Tónhorn 1997)
 • Björk — Cover Me (Westwood One 1997, ólögleg útgáfa)
 • Ljóð & jazz — Októberlauf (Smekkleysa 2000)
 • Guðmundur Ingólfsson og Viðar Alfreðsson — Jazzvaka Guðmundar og Viðars (Jazzvakning, Ómi, 2001)
 • Hans Kwakkernaat og fleiri — Guðmundarvaka (Jazzvakning, 2002)
 • Ragnar Bjarnason — Vertu ekki að horfa — Afmælisútgáfa (RB hljómplöt­ur 2004)
 • Ýmsir — Óskastundin, Vinsæl dægurlög frá 1960-1970 (Íslenskir tónar, 2004)
 • Bubbi Morthens — Ísbjarnarblús: 25 ára afmælisútgáfa (Íslenskir tónar, Sena, 2005)
 • Steingrímur Guðmundsson og Guðmundur Steingrímsson — In the Swing of the Night (Músik ehf. og Hljóðfærahúsið 2006)
 • Geir Ólafsson — Þetta er lífið (Zonet 2007)
 • Haukur Morthens — Með blik í auga (Íslenskir tónar, Sena, 2008)
 • Ragnar Bjarnason — Komdu í kvöld (Íslenskir tónar 2009)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Guðmundur Steingrímsson látinn Rúv, skoðað 17. apríl 2021