Álfrún Gunnlaugsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Álfrún Gunnlaugsdóttir (18. mars 1938) er íslenskur rithöfundur og bókmenntafræðingur. Hún er þekktust fyrir bækur sínar Hringsól og Yfir Ebrófljótið.

Álfrún brautskráðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1958 og stundaði svo nám á Spáni. Hún lauk Lic. En fil. Y en letras frá Universidad de Barcelona árið 1965, Dr. Phil. frá Universidad Autónoma de Barcelona 1970. Álfrún vann svo að doktorsritgerð við Háskólann í Lausanne í Sviss á árunum 1966 til 1970. Hún var lektor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands frá 1971 til 1977 og dósent í almennri bókmenntafræði frá 1977 til 1987 og prófessor frá 1988.

Verk[breyta | breyta frumkóða]

Skáldsögur[breyta | breyta frumkóða]

  • Af manna völdum - Tilbrigði um stef, 1982
  • Þel, 1984
  • Hringsól, 1987
  • Hvatt að rúnum, 1993
  • Yfir Ebrofljótið, 2001
  • Rán, 2008
  • Siglingin um síkin, 2012

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.