Raman Pratasevitsj

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Raman Pratasevitsj árið 2021.

Raman Dzmitrievitsj Pratasjevitsj (f. 1995) (hvítrússneska: Раман Дзмітрыевіч Пратасевіч) er hvítrússneskur blaðamaður og stjórnarandstæðingur. Pratasevitsj hefur verið ásakaður af hvítrússneskum stjórnvöldum um ólöglegar samkomur og hvatningu til óeirða. Hann hefur verið settur á lista yfir hryðjuverkamenn. Pratasevitsj rak stöðina Nexta sem fjallaði um forsetakosningarnar 2020 í landinu og var uppspretta heimilda um ólögmætar kosningaaðferðir og mótmæla tengd þeim. Hann hefur búið í Póllandi frá 2019.

Þann 23. maí var flugvél Ryanair frá Aþenu til Vilníus þar sem Pratasevitsj var um borð beint til Hvítarússlands af herþotum landsins. Flugmálayfirvöld í Hvíta-Rússlandi sögðu að það hefði verið vegna sprengjuhótunar en litáísk flugmálayfirvöld höfðu ekki fengið fregnir af slíku. Pratasevitsj og kærasta hans Sophia voru handtekin við komu á flugvöllinn í Minsk.

Evrópusambandið ákvað í kjölfarið að setja viðskiptaþvinganir á Hvíta-Rússland og bannaði flug frá landinu til Evrópusambandsins. [1]

Eftir handtöku Pratasevitsj birtist hann í sjónvarpsviðtali þar sem hann sagðist hafa skipt um skoðun á hvítrússneska forsetanum Alexander Lúkasjenkó og hvatti landmenn til að hætta að mótmæla stjórn hans. Vinir og bandamenn Pratasevitsj töldu hann hafa verið þvingaðan til að segja þetta.[2]

Pratasevitsj var dæmdur í átta ára fangelsi í maí árið 2023 en síðan náðaður síðar í sama mánuði.[3]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Stjórnvöld dreifa myndskeiði af Protasevich Rúv, skoðað 24. maí 2021.
  2. Samúel Karl Ólason (3. júní 2021). „Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar" hans“. Vísir. Sótt 4. júní 2021.
  3. „Prota­sevit­sj náðaður“. mbl.is. 22. maí 2023. Sótt 22. maí 2023.