Angela Merkel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Angela Merkel

Dr. Angela Dorothea Merkel (fædd 17. júlí 1954 í Hamborg í Þýskalandi), fædd Angela Dorothea Kasner, er þýskur stjórnmálamaður og eðlisfræðingur. Hún er dóttir Lútherstrúar-prests og kennslukonu. Hún ólst upp að mestu í Templin, litlum í þáverandi Austur-Þýskalandi, 70 km norður af Berlín. Á árunum 1973 til 1978 nam hún eðlisfræði við Háskólann í Leipzig. Hún vann að doktorsverkefni sínu í kennilegri efnafræði í Berlín og kynntist þar núverandi eiginmanni sínum, prófessor Sauer. Hún komst á þýska þingið árið 1991 sem þingmaður Mecklenburg-Vorpommern.

Hún varð formaður flokks Kristilegra demókrata (CDU) 10. apríl 2000.

Merkel var kjörin kanslari Þýskalands af þýska sambandsþinginu 22. nóvember 2005.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.