Fara í innihald

SpaceX

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flugskýli SpaceX í Kennedy-geimferðamiðstöðinni.

Space Exploration Technologies Corporation, betur þekkt sem SpaceX, er bandarískur flugtækniframleiðandi og geimferðafyrirtæki með höfuðstöðvar í Hawthorne í Kaliforníu. Það var stofnað af kanadíska athafnamanninum Elon Musk árið 2002. Tilgangur fyrirtækisins er að draga úr kostnaði við geimferðir og gera landnám á Mars mögulegt. Helstu framleiðsluvörur SpaceX eru Falcon-flaugarnar og Dragon-geimförin sem hafa verið notuð til að koma farmi á braut um jörðu.

SpaceX er fyrsta einkafyrirtækið sem sent hefur vökvadrifna eldflaug á braut um jörðu (Falcon 1 árið 2008), fyrsta einkafyrirtækið sem tekist hefur að senda geimfar á braut um jörðu og endurheimta það (Dragon árið 2010), fyrsta einkafyrirtækið sem sent hefur geimfar til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (Dragon árið 2012) og fyrsta fyritækið sem tekist hefur að lenda og endurnýta eldflaug sem send hefur verið út í geim. SpaceX hefur flogið með farm til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar samkvæmt samningi við NASA.

Árið 2016 kynnti Elon Musk hugmyndir fyrirtækisins um flutningskerfi milli reikistjarna, Interplanetary Transport System, sem gæti gert landnám á Mars mögulegt.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.