Nawal El Saadawi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nawal El Saadawi
Fædd27. október 1931
Dáin21. mars 2021 (89 ára)
StörfLæknir, rithöfundur
MakiSherif Hatata (g. 1964; skilin 2010)
Börn2

Nawal El Saadawi (27. október 1931 – 21. mars 2021) var egypskur kvenréttindasinni, rithöfundur, aðgerðasinni, og læknir.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Nawal El Saadawi fæddist árið 1931, næstelst af níu systkinum í smáþorpinu Kafr Tahla.[1] Fjölskylda hennar hafði bæði hefðbundin og framsækin gildi: þegar Saadawi var sex ára gömul var hún umskorin, en samt sá faðir hennar til þess að öll börnin sín fengu menntun.[1] Báðir foreldrar hennar létust á ungum aldri svo Saadawi þurfti ein að sjá fyrir fjölskyldu sinni.[1][2]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1955 útskrifaðist Saadawi sem læknir frá Háskólanum í Kairó. Sem læknir í þorpinu sínu Kafr Tahla varð hún vitni af líkamlegum og andlegum kvillum margra kvenna og tengdi það við þá menningarlegu kúgun sem konur í Egyptalandi upplifðu.[3] Shaadawi flutti síðar aftur til Kaíró og starfaði þar hjá heilbrigðisráðuneyti Egyptalands.[2]

Árið 1972 var bókin hennar Konur og kynlíf gefin út. Í bókinni gerði Saadawi grein fyrir því ofbeldi sem framið var gegn konum og gegn líkömum þeirra í Egyptalandi, og ræddi meðal annars um umskurð. Vegna umdeildra skoðana sinna missti Saadawi starf sitt hjá heilbrigðistráðuneytinu.[3]

Árið 1981 átti Saadawi þátt í útgáfu kvenréttindatímarits. Eftir það sat hún í fangelsi í tvo mánuði.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 „Nawal El Saadawi“. faculty.webster.edu. Sótt 25. september 2015.
  2. 2,0 2,1 „Exile and Resistance“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. október 2009. Sótt 23. júní 2010.
  3. 3,0 3,1 Feminism in a nationalist century Geymt 19 apríl 2010 í Wayback Machine