25. september
Jump to navigation
Jump to search
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | |
2022 Allir dagar |
25. september er 268. dagur ársins (269. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 97 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- 1066 - Haraldur harðráði féll í orrustunni við Stafnfurðubryggju.
- 1513 - Vasco Núñez de Balboa sá Kyrrahafið frá vesturströnd Panama.
- 1555 - Ágsborgarfriðurinn var undirritaður.
- 1654 - Grímur Jónsson var brenndur á báli fyrir galdur í Trékyllisvík á Ströndum. Fimm dögum fyrr höfðu Þórður Guðbrandsson og Egill Bjarnason verið brenndir þar fyrir sömu sakir.
- 1850 - Fyrsta heildarlöggjöf um erfðir gekk í gildi á Íslandi og samkvæmt henni skyldu dætur njóta sama réttar til arfs og synir.
- 1903 - Íslandsbanki var settur á stofn.
- 1939 - Bresk njósnaflugvél nauðlenti á Raufarhöfn.
- 1958 - Varðskipin Óðinn og María Júlía tóku togarann Paynter við ólöglegar veiðar og var þetta fyrsti togarinn sem tekinn var innan tólf mílna markanna nýju. Honum var sleppt aftur að skipun dómsmálaráðuneytisins.
- 1975 - Lagarfossvirkjun var vígð og tvöfaldaðist raforkuframleiðsla í Austfirðingafjórðungi er hún tók til starfa.
- 2000 - Vala Flosadóttir hlaut bronsverðlaun í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney í Ástralíu
- 2003 - Jarðskjálfti sem mældist átta stig á Richter reið yfir eyjuna Hokkaídó.
Fædd[breyta | breyta frumkóða]
- 1613 - Claude Perrault, franskur arkitekt og náttúrufræðingur (d. 1688).
- 1644 - Ole Rømer, danskur vísindamaður (d. 1710).
- 1683 - Jean-Philippe Rameau, franskt tónskáld (d. 1764).
- 1694 - Henry Pelham, forsætisráðherra Bretlands (d. 1754)
- 1881 - Lu Xun, kínverskt skáld, rithöfundur, ritstjóri, þýðandi. Talinn meðal merkari kínverskra rithöfunda á 20. öld. (d. 1936)
- 1896 - Sandro Pertini, forseti Ítalíu (d. 1990).
- 1896 - Helgi Tómasson, íslenskur læknir (d. 1958).
- 1897 - William Faulkner, bandarískur rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1962).
- 1906 - Dímítríj Sjostakovítsj, rússneskt tónskáld (d. 1975).
- 1922 - Hammer DeRoburt, nárúskur stjórnmálamaður (d. 1992).
- 1932 - Adolfo Suárez, forsætisráðherra Spánar (d. 2014).
- 1936 - Moussa Traoré, forseti Malí (d. 2020).
- 1938 - Giuseppe Merisi, ítalskur biskup.
- 1944 - Michael Douglas, bandarískur leikari.
- 1947 - Guðmundur Sigurjónsson, íslenskur stórmeistari í skák.
- 1949 - Pedro Almodóvar, spænskur leikstjóri.
- 1951 - Mark Hamill, bandarískur leikari og uppistandari.
- 1952 - Christopher Reeve, bandarískur leikari (d. 2004).
- 1960 - Shinji Tanaka, japanskur knattspyrnuleikari.
- 1963 - Mikael Persbrandt, sænskur leikari.
- 1965 - Kenta Hasegawa, japanskur knattspyrnuleikari.
- 1968 - Jóhann Hollandsprins (d. 2013).
- 1968 - Will Smith, bandarískur leikari.
- 1969 - Catherine Zeta-Jones, velsk leikkona.
- 1969 - Dofri Hermannsson, íslenskur leikari og stjórnmálamaður.
- 1983 - Yuhei Tokunaga, japanskur knattspyrnuleikari.
- 1984 - Atli Már Gylfason, blaðamaður og plötusnúður.
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 1066 - Haraldur harðráði, Noregskonungur (f. 1015).
- 1666 - Abbas 2., persneskur keisari Safavídaríkisins (f. 1633).
- 1931 - Ulrich von Wilamowitz-Moellendorff, þýskur fornfræðingur (f. 1848).
- 1983 - Gunnar Thoroddsen, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1910).
- 1983 - Leópold 3. Belgíukonungur (f. 1901).
- 2007 - Nobuo Matsunaga, japanskur knattspyrnuleikari (f. 1921).
- 2011 - Wangari Maathai, kenískur líffræðingur (f. 1940).