Fara í innihald

Nyiragongo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nyiragongo
Gígurinn 2014.
Hrauntjörn í eldfjallinu.

Nyiragongo er virk eldkeila í Virungafjöllum í Austur-Kongó um 20 km norðan við bæinn Goma og Kivuvatn. Eldfjallið stendur í 3470 metra hæð. Megingígurinn er um 2 km í þvermál og inniheldur hrauntjörn. Eldfjallið hefur gosið minnst 35 sinnum síðan árið 1882. Árið 2002 létust 147 létust vegna gaseitrunar. Árið 2021 hóf fjallið að gjósa. Hundruð þúsunda íbúa flúðu heimili sín í Goma, á fjórða tug létust og hús urðu undir hraunflæmi. [1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hundruð þúsunda leggja á flótta frá Goma Rúv, skoðað 28. maí 2021.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.