Styrmir Gunnarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Styrmir Gunnarsson (fæddur 27. mars 1938, látinn 20. ágúst 2021) var ritstjóri Morgunblaðsins.

Foreldrar Styrmis voru Salmanía Jóhanna Jóhannesdóttir og Gunnar Árnason framkvæmdastjóri. Styrmir lauk laganámi við Háskóla Íslands og hóf svo störf við Morgunblaðið 2. júní 1965 og varð ritstjóri blaðsins árið 1972.

Styrmir lét af ritstjórastarfi þann 2. júní 2008. Þá hafði hann unnið hjá Morgunblaðinu í 43 ár, þar af 36 sem ritstjóri. Árið 2009 gaf hann út bókina Umsátrið - fall Íslands og endurreisn, sem fjallaði um bankahrunið á Íslandi haustið 2008 og afleiðingar þess. Styrmir var stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.