Styrmir Gunnarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Styrmir Gunnarsson (fæddur 27. mars 1938) var ritstjóri Morgunblaðsins og var talinn mjög áhrifamikill í krafti þeirrar stöðu. Hann hefur alla tíð verið dyggur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins.

Foreldrar Styrmis voru Salmanía Jóhanna Jóhannesdóttir og Gunnar Árnason framkvæmdastjóri. Styrmir las sjálfur Morgunblaðið frá unga aldri. Hann hefur sagt frá því að Jón Kjartansson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins hafi verið fjölskylduvinur. Á skólaárum sínum kynntist Styrmir mörgum mikilsmetandi mönnum sem áttu eftir að verða áberandi í þjóðlífinu seinna meir. Þeirra á meðal voru Ragnar Arnalds, Halldór Blöndal, Jón Baldvin Hannibalsson og Sveinn Eyjólfsson.

Styrmir lauk laganámi við Háskóla Íslands og hóf svo störf við Morgunblaðið 2. júní 1965 og varð ritstjóri blaðsins árið 1972. Það var hans fyrsta verkefni hjá Morgunblaðinu að taka viðtal við Bjarna Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra og áður ritstjóra Morgunblaðsins.

Styrmir lét af ritstjórastarfi þann 2. júní 2008. Þá hafði hann unnið hjá Morgunblaðinu í 43 ár, þar af 36 sem ritstjóri. Árið 2009 gaf hann út bókina Umsátrið - fall Íslands og endurreisn, sem fjallaði um bankahrunið á Íslandi haustið 2008 og afleiðingar þess.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.