Fara í innihald

Forsætisráðherra Ítalíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ítölsk stjórnmál


Þessi grein er hluti af greinaflokknum
ítölsk stjórnmál






breyta

Flokkar: stjórnmál, réttur og ríkisvald

Forsætisráðherra Ítalíu er leiðtogi ríkisstjórnar Ítalíu og hefur það hlutverk með höndum að stýra og samræma vinnu annarra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherraembættið er fjórða mikilvægasta embætti ríkisins samkvæmt stjórnarskránni, á eftir forseta lýðveldisins, þingforseta og forseta öldungadeildarinnar. Hlutverk forsætisráðherra er skilgreint í stjórnarskránni, greinum 92-96.

Forsætisráðherra er tilnefndur af forseta lýðveldisins. Yfirleitt er um að ræða leiðtoga stærsta flokks þess kosningabandalags sem hlýtur meirihluta í þingkosningum og fær þar með umboð til stjórnarmyndunar. Þegar Ítalía var konungsríki (frá 1861 til 1946) var það konungur Ítalíu sem veitti umboð til stjórnarmyndunar.