Christian Eriksen
Christian Dannemann Eriksen (fæddur 14. febrúar 1992 í Middelfart, Danmörku.) er danskur knattspyrnumaður sem spilar sem framsækinn miðherji með Inter Milan og danska landsliðinu. Hann þykir góður í föstum leikatriðum.
Eriksen spilaði með ungmennaliðum Middelfart og Odense Boldklub í Danmörku áður en hann fór til Ajax árið 2008. Árið 2010 fékk hann sæti í aðalliði félagsins. Hann vann efstu deildina Eredivisie með Ajax þrisvar; 2011, 2012 og 2013. Árið 2011 var hann kosinn leikmaður ársins í Hollandi og kosinn besti danski leikmaður ársins af dönskum álitsgjöfum.
Eriksen hélt til Tottenham á Englandi sumarið 2013. Hann varð sitt fyrsta tímabil leikmaður ársins hjá félaginu. Árið 2020 hélt hann til Inter á Ítalíu.
Eriksen hóf frumraun sína með landsliðinu árið 2010 og var yngsti landsliðsmaðurinn á HM í Suður-Afríku. Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á Laugardalsvelli gegn Íslandi árið 2011.
Heimild[breyta | breyta frumkóða]
- Fyrirmynd greinarinnar var „Christian Eriksen“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 28. feb. 2018.