26. október

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
SepOktóberNóv
Su Þr Mi Fi La
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31
2017
Allir dagar


26. október er 299. dagur ársins (300. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 66 dagar eru eftir af árinu.

Atburðir[breyta | breyta frumkóða]

  • 1936 - Útvarpsþátturinn Um daginn og veginn hóf göngu sína og hefur orðið öðrum þáttum lífseigari.
  • 1961 - Allmikið hraungos hófst í Öskju og stóð fram í desember.
  • 1965 - Reykjanesbraut eða Keflavíkurvegurinn, fyrsti þjóðvegur á Íslandi utan þéttbýlis, sem lagður var bundnu slitlagi, var formlega opnuð eftir fimm ára framkvæmdir. Sett var á veggjald, sem innheimt var í tollskýli við Straumsvík þrátt fyrir mikla óánægju bílstjóra.
  • 1973 - Bardögum lauk að mestu í Jom kippúr-stríðinu.
  • 1986 - Hallgrímskirkja í Reykjavík var vígð eftir 41 árs byggingarsögu. Við vígsluna gengu 2000 kirkjugestir til altaris og var það meiri fjöldi en áður hafði gerst í kirkjusögu Íslands.
  • 1995 - Snjóflóð féll á Flateyri með þeim afleiðingum að tuttugu fórust.
  • 2009 – Tilkynnt var að McDonald's á Íslandi yrði lokað.

Fædd[breyta | breyta frumkóða]

Dáin[breyta | breyta frumkóða]