Jeff Bezos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jeff Bezos
Jeff Bezos árið 2018.
Fæddur12. janúar 1964 (1964-01-12) (60 ára)
ÞjóðerniBandarískur
MenntunPrinceton-háskóli
StörfAthafnamaður, fjárfestir
Þekktur fyrirAð stofna Amazon.com.
MakiMacKenzie Tuttle (g. 1993; skilin 2019)
Börn4
Undirskrift

Jeffrey Preston Bezos (fæddur undir nafninu Jorgensen þann 12. janúar 1964) er bandarískur athafnamaður og margmilljarðamæringur sem er stofnandi netverslunar- og tæknifyrirtækisins Amazon. Bezos er einn af ríkustu mönnum í heimi og hefur nokkrum sinnum verið metinn sá allra ríkasti.[1][2][3][4]

Bezos er menntaður hjá Princeton-háskóla í rafmagnsverkfræði og tölvunarfræði. Hann hóf feril sinn í viðskiptum sem starfsmaður hjá vogunarsjóðum á Wall Street. Bezos stofnaði netbókaverslunina Amazon árið 1994 í bílskúri í Seattle og varði bæði öllu sínu eigin fé í hana og fékk lán frá foreldrum sínum til að koma henni á fót.[1]

Frá árinu 2013 hefur Bezos verið eigandi bandaríska fréttablaðsins The Washington Post.[5] Bezos er jafnframt stofnandi og eigandi eldflaugafyrirtækisins Blue Origin, sem hann hefur heitið að beita bæði til vísindalegrar könnunar tunglsins og til stofnunar ferðamannaþjónustu út í geim.[6][7]

Bezos tilkynnti í febrúar 2021 að hann hygðist láta af störfum sem forstjóri Amazon en gerast stjórnarformaður fyrirtækisins á seinni hluta ársins.[8]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Davíð Roach Gunnarsson (1. ágúst 2017). „Amazon aldrei greitt út arð“. RÚV. Sótt 25. janúar 2020.
  2. Gunnar Dofri Ólafsson (27. júlí 2017). „Jeff Bezos er ríkasti maður heims“. RÚV. Sótt 25. janúar 2020.
  3. Sylvía Hall (7. janúar 2021). „Musk tekur fram úr Bezos“. Vísir. Sótt 8. janúar 2021.
  4. „Ekki ríkastur lengur eftir lækkun Tesla“. Viðskiptablaðið. 23. febrúar 2021. Sótt 24. febrúar 2021.
  5. Sveinn Birkir Björnsson (11. ágúst 2013). „Salan á Washington Post vekur áhuga í tæknigeiranum“. Morgunblaðið. Sótt 28. janúar 2020.
  6. „Geimtúrismi Blue Origin hefst 2018“. Viðskiptablaðið. 9. mars 2016. Sótt 28. janúar 2020.
  7. „Forstjóri Amazon stefnir á tunglið“. Viðskiptablaðið. 28. maí 2018. Sótt 28. janúar 2020.
  8. „Bezos hættir óvænt sem forstjóri Amazon“. Viðskiptablaðið. 2. febrúar 2021. Sótt 3. febrúar 2020.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.