Kais Saied
Kais Saied قيس سعيد | |
---|---|
![]() Kais Saied árið 2019. | |
Forseti Túnis | |
Núverandi | |
Tók við embætti 23. október 2019 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 22. febrúar 1958 Túnis, Túnis |
Þjóðerni | Túniskur |
Stjórnmálaflokkur | Óflokksbundinn |
Maki | Ichraf Chebil |
Börn | 3 |
Háskóli | Túnisarháskóli International Institute of Humanitarian Law |
Starf | Lögfræðingur |
Kais Saied (f. 22. febrúar 1958) er núverandi forseti Túnis. Hann var kjörinn forseti í annarri umferð túnisku forsetakosninganna í október árið 2019. Saied hafði ekki tekið þátt í stjórnmálum áður en hann gaf kost á sér til forseta en hafði starfað sem lagaprófessor[1] og verið varaforseti túniska Stjórnarskrárréttarfélagsins frá 1995 til 2019. Í kosningabaráttu sinni hafði hann komið fram sem andstæðingur sitjandi stjórnvalda og hafði lagt áherslu á baráttu gegn spillingu í Túnis. Saied hefur stundum verið kallaður „vélmennið“ (eða „RoboCop“, með vísun til samnefndrar kvikmyndapersónu) vegna stífrar framkomu sinnar og áherslu sinnar á lög og reglu.[2]
Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]
Kais Saied fæddist árið 1958 í höfuðborginni Túnis og er kominn af miðstéttarfólki.[3] Að loknu grunnnámi gekk hann í Sadiki-háskólann í Túnis.[4] Hann nam lögfræði með áherslu á stjórnarskrárrétt [5] og varð aðalritari túniska Stjórnarskrárréttarfélagsins frá 1990 til 1995. Hann varð síðan varaforseti félagsins frá 1995 til 2019.[6]
Saied var forstöðumaður lagadeildar Háskólans í Súsa frá 1994 til 1999[7] og síðan laga- og stjórnvísindastofnunarinnar í Túnis frá 1999 til 2018.[3] Hann var meðal lagasérfræðinga sem störfuðu hjá aðalskrifstofu hjá Arababandalaginu frá 1989 til 1990 og hjá Arabísku mannréttindastofnuninni frá 1993 til 1995.[5]
Árin 2010 til 2011 tók Saied þátt í túnisku byltingunni gegn einræðisstjórn Zine El Abidine Ben Ali[8] Eftir flótta Ben Ali frá Túnis hvatti Saied til þess að kallað yrði saman stjórnlagaráð.[9] Árið 2014 sat hann í nefnd sérfræðinga sem var falið að endurskoða stjórnarskrá Túnis.[5]
Saied ákvað að gefa kost á sér sem óháður frambjóðandi í forsetakosningum sem haldnar voru árið 2019 og mældist snemma með forskot í skoðanakönnunum.[10] Í kosningaherferð sinni lagði Saied áherslu á baráttu gegn spillingu og á virðingu við stjórnarskrá og lög Túnis, auk þess sem hann vakti athygli á hófsömum meinlætalifnaði sínum.[11][12] Mest fylgi sótti Saied til ungra landsmanna með háskólagráður.[11]
Saied lenti í fyrsta sæti með 18,40 % atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna þann 15. september. Í öðru sæti var fjölmiðlajöfurinn Nabil Karoui með 15,58 %. Kosið var á milli Saied og Karoui í annarri kosningaumferð þann 13. október en þar vann Saied yfirburðasigur og hlaut 72,71 % atkvæða.[13] Kjör hans þótti bera merki um óánægju Túnisa með ríkjandi stjórnvöld í landinu og brostnar vonir um fyrirheit byltingarinnar 2011.[14]
Saied var svarinn í embætti þann 23. október 2019. Í innsetningarræðu sinni hvatti hann Túnisa til að sameinast gegn hryðjuverkum og til að tryggja áunnin réttindi túniskra kvenna, auk þess sem hann lofaði að vernda og efla efnahags- og samfélagsleg réttindi landsmanna.[4]
Stjórnmálaskoðanir[breyta | breyta frumkóða]
Saied er mótfallinn því að taka upp eðlilegt stjórnarsamband við Ísrael, sem hann segir eiga í „stríði“ við hinn íslamska heim. Hann hefur jafnað mögulegu samstarfi múslima og zíonista við „landráð“.[15]
Hann hefur lýst yfir að samkynhneigð ætti ekki að vera tjáð opinberlega og hefur sakað erlend öfl um að reyna að breiða hana út.[16] Hann er þó ekki fylgjandi því að menn séu fangelsaðir fyrir samkynhneigð.[17]
Saied er fylgjandi dauðarefsingum.[16]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Kristján Róbert Kristjánsson (23. október 2019). „Nýr forseti tekinn við í Túnis“. RÚV. Sótt 3. júlí 2020.
- ↑ Davíð Stefánsson (5. október 2019). „Enn á ný er kosið í Túnis“. Vísir. Sótt 3. júlí 2020.
- ↑ 3,0 3,1 „Présidentielle en Tunisie : Kais Saied, la révolution austère“. lepoint.fr (franska). 9. október 2019. Sótt 3. júlí 2020.
- ↑ 4,0 4,1 „Le nouveau président Kaïs Saïed appelle les Tunisiens à "s'unir contre le terrorisme"“ (franska). 23. október 2019. Sótt 3. júlí 2020.
- ↑ 5,0 5,1 5,2 „Biographie de Kaïs Saïed“. businessnews.com.tn (franska). 15. september 2019. Sótt 3. júlí 2020.
- ↑ Frida Dahmani (4. nóvember 2013). „Kaïs Saïed, la vigie“. jeuneafrique.com (franska). Sótt 3. júlí 2020.
- ↑ „Biographie de Kais Saied, candidat à la présidentielle anticipée du 15 septembre 2019“. kapitalis.com (franska). 3. september. Sótt 3. júlí 2020.
- ↑ „Avec l'austère Kaïs Saïed, la Tunisie sur la corde raide“. liberation.fr. 16. september 2019. Sótt 3. júlí 2020.
- ↑ Laurent Ribadeau Dumas (17. október 2019). „Tunisie : Kaïs Saïed est "conservateur sur le plan des convictions personnelles. Mais pour le reste, c'est un révolutionnaire !"“. francetvinfo.fr (franska). Sótt 3. júlí 2020.
- ↑ „Tunisie : Kais Saied en tête, selon des résultats portant sur 27 % des votes“ (franska). Le Figaro. 16. september2019. Sótt 3. júlí 2020.
- ↑ 11,0 11,1 Benoît Delmas (11. september 2019). „Tunisie : Kaïs Saïed, un Robespierre en campagne“. lepoint.fr (franska). Sótt 3. júlí 2020.
- ↑ „Kaïs Saïed : une campagne électorale atypique“. leaders.com.tn (franska). 10. september 2019. Sótt 3. júlí 2020.
- ↑ „Kais Saied président de la République avec 72,71 % des voix annonce l'ISIE“. huffpostmaghreb.com (franska). 14. október 2019. Sótt 3. júlí 2020.
- ↑ Agnès Gruda. „Kaïs Saïed, le président tunisien inattendu“. lapresse.ca (franska). Sótt 3. júlí 2020.
- ↑ „La victoire du conservateur Kaïs Saïed à la présidence tunisienne est lourde d'interrogations“ (franska). Le Monde. 14. október 2019. Sótt 3. júlí 2020.
- ↑ 16,0 16,1 „Kaïs Saïed : j'éliminerai les élections législatives et je suis pour la peine de mort“. businessnews.com.tn (franska). 11. júní 2019. Sótt 3. júlí 2020.
- ↑ Salsabil Chellali (19. september 2019). „Le candidat à la présidentielle tunisienne, Kaïs Saied, un "islamiste intégriste" ?“. factuel.afp.com (franska). Sótt 3. júlí 2020.
Fyrirrennari: Mohamed Ennaceur (til bráðabirgða) |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |