Súdan
Jumhuriyat as-Sudan جمهورية السودان | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Al-Nasr Lana (arabíska: Sigurinn er okkar) | |
Þjóðsöngur: Nahnu Jund Allah Jund Al-watan | |
![]() | |
Höfuðborg | Kartúm |
Opinbert tungumál | arabíska og enska |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Formaður herstjórnar | Abdel Fattah Abdelrahman Burhan |
Forsætisráðherra | Abdalla Hamdok |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
16. sæti 1.886.068 km² 6% |
Mannfjöldi - Samtals (2009) - Þéttleiki byggðar |
40. sæti 38,3 mio. 20,3/km² |
VLF (KMJ) - Samtals - á mann |
áætl. 2014 56,595 millj. dala (76. sæti) 2.658 dalir (144. sæti) |
Gjaldmiðill | súdanskt pund (SDG) |
Tímabelti | UTC+3 (enginn sumartími) |
Þjóðarlén | .sd |
Landsnúmer | 249 |
Súdan er land í Norður-Afríku og er þriðja stærsta ríki álfunnar. Súdan á landamæri að Egyptalandi í norðri, Eritreu og Eþíópíu í austri, Suður-Súdan í suðri, Mið-Afríkulýðveldinu í suðvestri, Tjad í vestri og Líbýu í norðvestri. Súdan á strandlengju að Rauðahafi. Höfuðborgin heitir Kartúm. Áin Níl rennur í gegnum mitt landið og skiptir því í austur- og vesturhluta.
Súdan er aðili að Sameinuðu þjóðunum, Afríkusambandinu og Arababandalaginu, Samtökum um samvinnu múslimaríkja og Samtökum hlutlausra ríkja. Landið er sambandsríki þar sem forsetinn er í senn þjóðhöfðingi, höfuð ríkisstjórnarinnar og yfirmaður heraflans. Lög landsins byggjast á sjaríalögum.
Samkvæmt spillingarvísitölu Transparency International er Súdan með spilltustu löndum heims. Um fimmtungur íbúa er undir alþjóðlegum fátæktarmörkum og samkvæmt hungurvísitölunni er Súdan í fimmta sæti yfir þau lönd þar sem hungursneyðir eru alvarlegt vandamál. Súdan hefur glímt við alvarleg innanlandsátök frá því landið fékk sjálfstæði; tvær borgarastyrjaldir og stríðið í Darfúr. Súdan var áður stærsta landið í Afríku og Arabaheiminum, en árið 2011 klauf Suður-Súdan sig frá landinu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu.
Omar al-Bashir fyrrum liðsforingi í hernum komst til valda árið 1989 og réði landinu í tæp 30 ár. Árið 2019 steypti herinn honum af stóli eftir mótmælaöldu.