Ebrahim Raisi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Ebrahim Raisi
ابراهیم رئیسی
Raisi in 2021-02 (cropped).jpg
Raisi árið 2021.
Forseti Írans
Núverandi
Tók við embætti
3. ágúst 2021
Persónulegar upplýsingar
Fæddur14. desember 1960 (1960-12-14) (61 árs)
Mashhad, Íran
ÞjóðerniÍranskur
MakiJamileh Alamolhoda
Börn2
HáskóliShahid Motahari-háskóli[1]
Qom-klerkaskólinn[1]

Sayyid Ebrahim Raisol-Sadati (persneska: سید ابراهیم رئیس‌الساداتی‎; f. 14. desember 1960) er íranskur íhaldssamur stjórnmálamaður og dómari sem er núverandi forseti Írans. Hann var kjörinn í forsetakosningum árið 2021 og tók við af Hassan Rouhani í embættinu þann 3. ágúst.

Sem dómari hefur Raisi verið bendlaður við aftökur á pólitískum föngum á níunda áratuginum. Talið er að hann hafi ásamt þremur öðrum dómurum skipað um 5.000 aftökur.[2] Raisi sætir persónulegum efnahagslegum refsiaðgerðum af hálfu Bandaríkjanna vegna ábyrgðar hans á aftökunum. Andstæðingar hans hafa gefið honum viðurnefnið „slátrarinn frá Teheran“.[3]

Raisi er tryggur stuðningsmaður Ali Khamenei, æðstaklerks Írans, og hefur verið nefndur sem hugsanlegur arftaki hans.[2] Raisi bauð sig fram til forseta árið 2017 en tapaði fyrir sitjandi forsetanum Hassan Rouhani, sem var talinn ívið hófsamari og umbótasinnaðari. Raisi hlaut um 38% atkvæðanna á móti 57% sem Rouhani hlaut.[4] Eftir ósigur sinn í kosningunum var Raisi útnefndur forseti íranska hæstaréttarins.[2]

Raisi bauð sig aftur fram til forseta árið 2021. Í kosningunum hafnaði verndararáð Írans miklum meirihluta umsókna um forsetaframboð og því álitu margir að ríkisstjórnin hefði í reynd búið svo um hnútana að Raisi myndi vinna. Margir frjálslyndir Íranir sniðgengu kosningarnar í mótmælaskyni. Kjörsókn í kosningunum var mjög léleg en Raisi vann sigur með rúmum helmingi greiddra atkvæða.[5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „زندگی‌نامه حجت‌الاسلام و المسلمین سیدابراهیم رئیسی“ (persneska). Opinber heimasíða Ebrahim Raisi. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. mars 2017. Sótt 5. apríl 2017.
  2. 2,0 2,1 2,2 Lovísa Arnardóttir (18. júní 2021). „Raisi næsti for­seti í Íran“. Fréttablaðið. Sótt 21. júní 2021.
  3. Markús Þ. Þórhallsson (20. júní 2021). „Ísraelar lýsa áhyggjum af kjöri Raisi sem forseta“. RÚV. Sótt 21. júní 2021.
  4. Oddur Stefánsson (26. maí 2017). „Endurkjör Rouhani og opnun Íran“. Kjarninn. Sótt 21. júní 2021.
  5. Árni Sæberg (19. júní 2021). „Raisi sigurvegari í Íran“. Vísir. Sótt 21. júní 2021.


Fyrirrennari:
Hassan Rouhani
Forseti Írans
(3. ágúst 2021 – )
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.