George Floyd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

George Perry Floyd Jr. (14. október 1973 - 25. maí 2020) var svartur bandaríkjamaður sem var myrtur af hvítum lögreglumanni í Minneapolis í Minnesota við handöku vegna gruns um að hafa borgað með fölsuðum 20 bandaríkjadala seðli. Lögreglumaðurinn Derek Chauvin þrýsti hné sínu á háls Floyd í 9 mínútur og 29 sekúndur sem varð honum að bana.

Í kjölfar andláts hans braust út mikil mótmælaalda gegn kynþáttubundnu ofbeldi í Bandaríkjunum.