Lionel Messi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Lionel Messi
Lionel Messi 20180626.jpg
Upplýsingar
Fullt nafn Lionel Andrés Messi Cuccittini
Fæðingardagur 24. júní 1987 (1987-06-24) (33 ára)
Fæðingarstaður    Rosario, Argentína, Argentína
Hæð 1,70 m
Leikstaða framherji
Núverandi lið
Núverandi lið FC Barcelona
Númer 10
Yngriflokkaferill
1994–2000
2001–2004
Newell's Old Boys
FC Barcelona
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2003-2004
2004–2005
2004-
FC Barcelona C
FC Barcelona B
FC Barcelona
10 (5)
22 (6)
520 (474)   
Landsliðsferill2
2004–2005
2008
2005-
Argentína U-20
Argentína U-23
Argentína
18 (14)
5 (2)
145 (73)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært 21.5 2021.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
14.6 2021.

Lionel Messi, 2010

Lionel Andrés Messi Cuccittini (fæddur 24. júní 1987) er argentínskur fótboltamaður sem spilaði síðast fyrir FC Barcelona og argentínska landsliðið. Hann getur annað hvort spilað í hlutverki framliggjandi kantmanns eða framherja. Hann er talinn af álitsgjöfum einn besti knattspyrnumaður heims og hefur hlotið gullknöttinn 6 sinnum og evrópska gullskóinn 6 sinnum.

Messi hefur unnið til 35 bikara, þar á meðal 10 í spænsku deildinni La Liga, fjóra meistaradeildartitla og sjö Copa del Rey-bikartitla. Hann er markahæsti leikmaður allra tíma í La Liga með um 470 mörk, á þar einnig flestar stoðsendingar og hefur gert flestar þrennur, ásamt því að vera markahæstur á tímabili 8 sinnum (Pichichi-bikarinn). Messi hefur skorað flest mörk á einu tímabili þar eða 50 mörk. Með landsliði Argentínu er hann fyrirliði og er markahæsti maður í sögu þess. Árið 2018 náði hann 100. marki sínu í Meistaradeild Evrópu þegar Barcelona sló Chelsea FC út. Í öllum keppnum hefur Messi skorað um 770 mörk og er í topp 10 yfir markahæstu leikmenn allra tíma. Hann er leikjahæsti leikmaður Barcelona.

Knattspyrnuferill

Messi hóf fótboltaferil sinn árið 1995 hjá fótboltaliðinu Newell's Old Boys, sem er staðsett í argentínsku borginni Rosario. Messi var þrettán ára, þegar hann fluttist til Barcelona og eftir þriggja ára dvöl hjá félaginu hafði hann farið í gegnum C og B lið félagsins og komst í leikmannshóp aðalliðs félagsins, sextán ára að aldri. Fyrsti leikur hans var vináttuleikur við Porto en hann varð ekki reglulegur leikmaður félagsins fyrr en að fjöldi leikmanna félagsins meiddist og yngri leikmenn voru kallaðir inn.[1]

Árið 2020 var framtíð Messi í óvissu þegar hann hafði ítrekað verið ósáttur við stjórnarformann Barcelona. Eftir 8-2 tap félagsins í meistaradeildinni gegn Bayern München og þjálfaraskipti þar sem Ronald Koeman tók við óskaði Messi eftir að fara frá félaginu. Fjölmiðlar veltu því fyrir sér hvort Manchester City yrði hugsanlegur áfangastaður en þar var Pep Guardiola sem þjálfaði hann hjá Barca og Sergio Agüero landi hans og vinur. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við Barcelona en mál hans hefði getað farið fyrir dómstóla. [2] Messi ákvað að halda til hjá félaginu í eitt tímabil þar sem hann vildi ekki fara í málaferli við það. Í lok árs 2020 sló hann met yfir flest mörk skoruð fyrir eitt félagslið þegar hann náði 644. marki sínu fyrir Barcelona og sló þar með met Pelé.

Messi hefur oft verið borinn saman við Cristiano Ronaldo en tölfræði þeirra er sambærileg. [3] Báðir hafa þeir skorað a.m.k. 25 mörk á 12 tímabilum í röð.

Einkalíf

Messi var greindur með vaxtarhormónaskort á barnsaldri. Þegar hann flutti til Barcelona ákvað félagið að greiða lyfjakostnað því tengt. Messi hefur bæði argentínskan og spænskan ríkisborgararétt. Messi er í sambandi með Antonella Roccuzzo sem er frá heimaborg hans Rosario. Hann hefur þekkt hana frá 5 ára aldri en þau hófu samband árið 2008 og giftust 2017. Eiga þau þrjá syni: Thiago (f. 2012), Mateo (f. 2015) og Ciro (f. 2018).

Messi á í nánum samskiptum við fjölskyldu sína; móðurina Celia og föðurinn Jorge. Faðir hans er umboðsmaður hans og bræður hann Rodrigo og Matías eru einnig viðriðnir málefni hans. Messi hefur verið góðgerðarsendiherra UNICEF síðan 2010 og hefur unnið fyrir samtökin síðan 2004.


Titlar/Verðlaun

Félagslið

 • La Liga: 2004–05, 2005–06, 2008–09, 2009–10, 2010–11, 2012–13, 2014–15, 2015–16, 2017–18, 2018–19
 • Copa del Rey: 2008–09, 2011–12, 2014–15, 2015–16, 2016–17, 2017–18, 2020–21
 • Supercopa de España: 2005, 2006, 2009, 2010, 2011, 2013, 2016, 2018
 • Meistaradeild Evrópu: 2005–06, 2008–09, 2010–11, 2014–15
 • UEFA Super Cup: 2009, 2011, 2015
 • FIFA Club World Cup: 2009, 2011, 2015

Landslið

 • FIFA U-20 Heimsmeistaramót: 2005
 • Ólympíulið Argentínu 2008

Helstu einstaklingsverðlaun

 • Ballon d'Or/Gullknötturinn: 2009, 2010, 2011, 2012, 2015, 2019
 • HM Gullknötturinn: 2014
 • Evrópski gullskórinn: 2009–10, 2011–12, 2012–13, 2016–17, 2017–18, 2018–19
 • Copa América gullknötturinn: 2015
 • La Liga: Besti leikmaðurinn : 2008–09, 2009–10, 2010–11, 2011–12, 2012–13, 2014–15
 • Pichichi-bikarinn (markahæsti í La Liga): 2009–10, 2011–12, 2012–13, 2016–17, 2017–18, 2018–19, 2019–20, 2020-2021

Tilvísanir

 1. FC Barcelona. „Lionel Andrés Messi“ (enska). Sótt 17. nóvember 2010.
 2. Manchester City gæti sett á svokallaðan Messi-skatt Vísir, skoðað 27. ágúst 2020
 3. Cristiano Ronaldo and Lionel Messi: Two rivals with more in common than you might thinkBBC, skoðað 7. des. 2020
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.