Robert Solow

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Robert M. Solow

Robert Merton Solow (f. 24, ágúst 1924) er bandarískur hagfræðingur í Brooklyn. Honum voru veitt Nóbelsverðlaunin í hagfræði fyrir kenningu um hagvöxt.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Solow er með B.A, M.A og Ph.D gráðu frá Harvard, sem er einn virtasti skóli heims. Á meðan Solow kláraði meistaragráðu sína árið 1949 tók hann að sér að kenna hagfræði og tölfræði í MIT. Þegar hann svo lauk skólagöngu sinni varð hann prófessor og hélt áfram að kenna í MIT.[1]

Solow er talinn vera afar fær kennari og hafa margir nemendur hans unnið til verðlauna slíkt og kennarinn sinn. Þar má nefna nóbelsverðlaunahafann Peter Diamond sem fékk verðlaunin árið 2010. Einnig kenndi hann Michael Rothschild, Halbert White, Charlie Bean, Michael Woodford og Harvey Wagner[2]

Solow starfaði í þónokkur ár fyrir bandarísku ríkisstjórnina. Þar á meðal var hann titlaður sem aðalhagfræðingur hagfræðiráðs Bandaríkjanna.

Árið 1961 vann Solow John Bates Clark-verðlaunin fyrir störf sín og framlag til hagfræðinnar. Þessi verðlaun eru veitt mest framúrskarandi hagfræðingi sem er yngri en 40 ára.

Solow-Swan-líkanið[breyta | breyta frumkóða]

Um miðbik 20. aldar þróaði Solow stærðfræðilegt líkan sem sýndi hvernig margir mismunandi breytur stuðla að viðvarandi þjóðarhagvexti. Solow sýndi að hraðar tækniframfarir gera meira til að efla hagvöxt heldur en fjármagnsöflun og vinnuafl, eins og aðrir kenningasmiðir héldu fram.[3]

Líkan hans ber nafnið Solow-Swan líkanið og er nefnt í höfuðið á honum og samstarfsmanni hans, Trevor Swan. Líkanið var ekki byggt frá grunni heldur tóku Solow og Swan innblástur frá eldra líkani sem kallast Harrod-Domar líkanið. Árið 1987 var Solow veitt nóbelsverðlaunin.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Robert Solow“. MIT Initiative on the Digital Economy (enska). Sótt 12. október 2022.
  2. „Robert Solow | Biography, Nobel Prize, & Facts | Britannica“. www.britannica.com (enska). Sótt 12. október 2022.
  3. „Robert Merton Solow“. Econlib (bandarísk enska). Sótt 12. október 2022.
  4. „The Sveriges Riksbank Prize in Economic Sciences in Memory of Alfred Nobel 1987“. NobelPrize.org (bandarísk enska). Sótt 12. október 2022.