Katalin Karikó
Lífefnafræði 20. og 21. öld | |
---|---|
Nafn: | Katalin Karikó |
Fædd: | 17. janúar 1955 |
Svið: | Lífefnafræði RNA-tækni |
Helstu ritverk: | RNA therapies |
Alma mater: | Háskólinn í Szeged (BS, PhD) |
Helstu vinnustaðir: |
Háskólinn í Szeged Temple-háskóli Pennsylvaníuháskóli BioNTech |
Verðlaun og nafnbætur: |
Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði 2023 |
Katalin Karikó (f. 17. janúar 1955) er ungversk-bandarískur lífefnafræðingur sem sérhæfir sig í gangverkum ríbósakjarnsýra, sér í lagi umritaðra mótandi ríbósakjarnsýra (mRNA) í glösum fyrir próteinuppbótarmeðferðir. Rannsóknir Karikó, sem mættu mörgum hindrunum og efasemdum í vísindasamfélaginu, lögðu grunninn að þróun mRNA-bóluefna.[1] Karikó hlaut Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði fyrir þessar rannsóknir árið 2023.[2]
Karikó tók þátt í stofnun RNARx og var framkvæmdastjóri þess frá 2006 til 2013.[3] Frá árinu 2013 hefur hún starfað hjá fyrirtækinu RNA Pharmaceuticals hjá BioNTech, fyrst sem varaforseti og síðan sem æðsti varaforseti frá 2019.[4] Hún var einnig aðjúnkt við Pennsylvaníuháskóla.[3] Hún varð síðar prófessor við Háskólann í Szeged í Ungverjalandi.[5]
Meðal starfa Karikó má nefna vísindarannsóknir á ónæmisvirkjun með tilstuðlan ríbósakjarnsýra, sem leiddu til þess að Karikó uppgötvaði ásamt bandaríska ónæmisfræðingnum Drew Weissman breytingar á núkleósíðum sem bæla ónæmingargetu ríbósakjarnsýra. Litið er á þetta sem frekara framlag til læknisfræðilerar notkunar á ríbósakjarnsýrum.[6]
Ásamt Weissman er Karikó með einkaleyfi í Bandaríkjunum fyrir notkun núkleósíðabreyttra ríbókjarnsýra sem ekki eru ónæmisvaldandi. Fyrirtækin BioNTech og Moderna hafa leigt þessa tækni til að þróa próteinuppbótatækni sína en hún var einnig notuð til að þróa bóluefni þeirra gegn kórónuveirusjúkdómnum COVID-19.[7]
Karikó og Weissman hafa hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir rannsóknir þeirra á ríbósakjarnsýrum, þar á meðal Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2021, Lasker-Debakey-verðlaunin fyrir klínískar rannsóknir, Hetjur ársins 2021 hjá tímaritinu Time og Tang-verðlaunin í líflyfjafræði árið 2022.
Uppvöxtur og menntun
[breyta | breyta frumkóða]Karikó ólst upp í Kisújszállás í Ungverjalandi á litlu heimili án rennandi vatns, ísskáps eða sjónvarps.[8] Faðir hennar var slátrari en móðir hennar bókari.[8][9] Hún skaraði fram úr í vísindaáföngum í grunnskólanámi og lenti í þriðja sæti í landskeppni í líffræði.[8]
Karikó útskrifaðist með BS-gráðu í líffræði árið 1978 og með doktorsgráðu í lífefnafræði árið 1982, í bæði skiptin frá Háskólanum í Szeged.[10] Hún hélt áfam eftirdoktorsrannsóknum við Lífefnafræði- og líffræðirannsóknastofnun Ungverjalands. Frá 1978 til 1985 var hún á lista yfir útsendara ungversku leynilögreglunnar. Hún segist hafa verið þvinguð til að gegna þessu starfi af ótta við að fræðaferill hennar yrði fyrir truflunum eða að faðir hennar yrði beittur hefndaraðgerðum.[11]
Árið 1985 missti rannsóknarstofa Karikó fjármagn sitt og hún flutti því frá Ungverjalandi til Bandaríkjanna ásamt eiginmanni sínum og tveggja ára dóttur þeirra.[8] Þegar þau fluttu til Bandaríkjanna smygluðu þau 900 sterlingspundum inn í landið með því að fela þau inni í bangsa. Þau höfðu unnið sér inn peningana með því að selja bílinn sinn og keypt bresk pund á svarta markaðinum.[12][13][14]
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Á meðan Karikó var rannsóknarfræðimaður við Temple-háskóla í Philadelphiu frá 1985 til 1988 og við Uniformed Services University of the Health Sciences í Bethesda frá 1988 til 1989 tók hún þátt í klínískri rannsókn þar sem sjúklingar með alnæmi, blóðsjúkdóma og síþreytu gengust undir meðferð með tvíþátta ríbósakjarnsýrum (dsRNA). Á þessum tíma voru þessar rannsóknir byltingarkenndar þar sem sameindagangverkar í innleiðingu tvíþátta ríbósakjarnsýra á interferónum voru ekki þekktir, þótt búið væri að staðfesta veirueyðandi og æxlishemjandi áhrif interferóna.[15]
Árið 1989 var Karikó ráðin til starfa hjá Pennsylvaníuháskóla og vann með hjartalækninum Elliot Barnathan við rannsóknir á mótandi ríbósakjarnsýrum (mRNA).[8] Árið 1990, á meðan Karikó var aðjúkt við Perelman-læknisfræðideild Pennsylvaníuháskóla sótti hún í fyrsta sinn um styrk þar sem hún stakk upp á því að stofnað væri til genameðferðar með mótandi ríbósakjarnsýrum.[4] Upp frá því urðu meðferðir með mótandi ríbósakjarnsýrum helsta viðfangsefnið í rannsóknum Karikó. Hún var þá nálægt því að verða fullgildur prófessor við háskólann en höfnun á styrksumsóknum hennar leiddu til þess að hún var lækkuð í tign af háskólanum árið 1995.[7] Hún hélt þó áfram störfum þar og árið 1997 kynntist hún Drew Weissman, prófessor í ónæmisfræði við Pennsylvaníuháskóla.[16] Úthald hennar gegn mótlætinu sem hún mætti var talið óvenjulegt miðað við venjulegar aðstæður í fræðilegum rannsóknum.[17]
Tímamót í rannsóknum Karikó urðu þegar tók til skoðunar hvers vegna tilfærsluríbósakjarnsýrur (tRNA) stuðluðu ekki að sömu ónæmisáhrifum og mRNA þear þær væru notaðar til stýringar í tilraunum.[9] Helstu niðurstöðu hennar, sem gekk út á efnafræðilega breytingu á tilfærsluríbósakjarnsýrum til þess að gera þær ekki ónæmisvaldandi, var hafnað af tímaritunum Nature og Science, en hún var að endingu viðurkennd í tímaritinu Immunity. Í röð fræðigreina sem hófust árið 2005 lýstu Karikó og Weissman því hvernig tilteknar núkleósíðabreytingar á tRNA hefðu dregið úr ónæmissvörunum.[16] Þau stofnuðu lítið fyrirtæki og árin 2006 og 2013 hlutu þau einkaleyfi á notkun nokkurra breyttra núkleósíða til að draga úr veirueyðandi ónæmissvörun gegn tilfærsluríbósakjarnsýrum. Brátt seldi háskólinn hugverkaleyfið til Gary Dahl, leiðtoga birgðafyrirtækis fyrir rannsóknarstofur sem varð síðar Cellscript. Nokkrum vikum seinna hafði Flagship Pioneering, áhættufjárfestirinn að baki Moderna, samband við hana til að fá einkaleyfisréttinn að leigu. Svar Karikó var einfaldlega „Við höfum hann ekki.“[4]
Árið 2006 hafði Katalin Karikó samband við lífefnafræðinginn Ian MacLachlan til þess að vinna með honum að efnafræðibreyttum tilfærsluríbósakjarnsýrum.[18] Í fyrstu höfnuðu MacLachlan og Tekmira möguleikanum á samstarfi. Karikó vildi starfa með MacLachlan þar sem hann var leiðtogi teymis sem hjálpaði við framþroun á tRNA-tækni. Karikó var þá að vinna að þróun hlutsalskerfis fyrir fituhjúpaðar öragnir sem umlykur tRNA í þéttri ögn eftir blöndunarferli.[19]
Snemma árs 2013 frétti Karikó af 240 milljóna dollara samningi Moderna við AstraZeneca til að þróa tRNA með æðaþelsvaxtarþætti. Karikó gerði sér grein fyrir því að henni gæfist ekki tækifæri til að nýta reynslu sýna úr rannsóknum a tRNA við Pennsylvaníuháskóla og því tók hún við stöðu sem varaforseti hjá BioNTech RNA Pharmaceuticals[4] (og varð síðar æðsti varaforsetinn árið 2019).[20]
Meðal rannsókna og sérsviða Karikó má nefna genameðferðir með mótandi ríbósakjarnsýrum, ónæmissvaranir með tilstuðlan ríbósakjarnsýra, sameindagrunnur blóðþurrðarþols og meðferðir á heilablóðþurrð.
Framlög til vísinda
[breyta | breyta frumkóða]Störf og rannsóknir Karikó lögðu grundvöllinn að því að BioNTech og Moderna tókst að búa til mótandi ríbósakjarnsýrur i meðferðarskyni sem framkalla ekki ónæmissvörun.[4] Árið 2020 var tækni Karikó og Weissman einnig notuð í bóluefni gegn COVID-19 sem Pfizer og Moderna framleiddu (og BioNTech þróaði).[6][16]
Verðlaun og viðurkenningar
[breyta | breyta frumkóða]MRNA-tæknin sem Karikó þróaði og bóluefnin sem Pfizer og Moderna þróuðu út frá henni lyftu grettistaki í baráttunni gegn SARS-CoV-2-veirunni og stuðluðu mjög að beislun alþjóðlega kórónuveirufaraldursins.[21][22] Árið 2023 hlaut Kariko inngöngu í frægðarhöll uppfinningamanna fyrir rannsóknir hennar á mótandi ríbósakjarnsýrum.[23] Þann 2. október 2023 var tilkynnt að þau Drew Weissman yrðu sæmd Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði.[24]
Einkahagir
[breyta | breyta frumkóða]Karikó er gift Béla Francia og þau eru foreldrar Susan Francia, sem hefur tvisvar unnið til gullverðlauna í kappróðri á Ólympíuleikunum.[6] Þau eignuðust dótturson í febrúar árið 2021 og var Karikó viðstödd fæðinguna.[25][26]
Fjölmiðlaumfjöllun
[breyta | breyta frumkóða]Í apríl 2021 fjallaði The New York Times um feril Karikó, sem hafði lagt grunninn að bóluefnum sem notuð voru í baráttunni gegn COVID-19.[9]
Þann 10. júní 2021 var fjallað um feril Karikó í hlaðvarpinu The Daily. Þar var lögð áhersla á hve margar hindranir Karikó hafði þurft að yfirstíga áður en starf hennar öðlaðist viðurkenningu.[27]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Kolata, Gina (8. apríl 2021). „Kati Kariko Helped Shield the World From the Coronavirus“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 2. október 2023.
- ↑ „The Nobel Prize in Physiology or Medicine 2023“. NobelPrize.org (bandarísk enska). Sótt 2. október 2023.
- ↑ 3,0 3,1 „Katalin Karikó“. 8th International mRNA Health Conference (bandarísk enska). Sótt 10. janúar 2021.
- ↑ 4,0 4,1 4,2 4,3 4,4 Snið:Cite Q
- ↑ „Nobel Prize goes to scientists behind mRNA Covid vaccines“. BBC News (bresk enska). 2. október 2023. Sótt 2. október 2023.
- ↑ 6,0 6,1 6,2 Kollewe, Julia (21. nóvember 2020). „Covid vaccine technology pioneer: 'I never doubted it would work'“. The Guardian. Sótt 22. nóvember 2020.
- ↑ 7,0 7,1 Garde, Damian; Saltzman, Jonathan (10. nóvember 2020). „The story of mRNA: From a loose idea to a tool that may help curb Covid“. STAT (bandarísk enska). Sótt 10. janúar 2021.
- ↑ 8,0 8,1 8,2 8,3 8,4 Johnson, Carolyn Y. (1. október 2021). „A one-way ticket. A cash-stuffed teddy bear. A dream decades in the making“. The Washington Post. Sótt 3. október 2021.
- ↑ 9,0 9,1 9,2 Kolata, Gina (8. apríl 2021). „Kati Kariko Helped Shield the World From the Coronavirus“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. desember 2021. Sótt 8. apríl 2021.
- ↑ Profile Katalin Kariko - heimasíða Penn mMdicine
- ↑ Gosh, R. (25. maí 2021). „Katalin Karikó: Hungarian Biochemist Behind Covid Vaccine Was Once a Listed Communist Informant?“. International Business Times. Sótt 2. október 2023.
- ↑ „Katalin Kariko, the scientist behind the Pfizer Covid-19 vaccine“. France 24 (enska). 18. desember 2020. Sótt 22. september 2021.
- ↑ „Covid vaccine technology pioneer: 'I never doubted it would work'“. The Guardian (enska). 11. nóvember 2020. Sótt 22. september 2021.
- ↑ "#147: Forging the mRNA Revolution—Katalin Karikó", 2. ágúst 2023
- ↑ Schwarz-Romond, Thomas (7. nóvember 2016). „Transforming RNA research into future treatments: Q&A with 2 biotech leaders“. Elsevier Connect (enska). Sótt 27. apríl 2020.
- ↑ 16,0 16,1 16,2 Cox, David (2. desember 2020). „How mRNA went from a scientific backwater to a pandemic crusher“. Wired. Sótt 26. desember 2020.
- ↑ Scales, David (12. febrúar 2021). „How Our Brutal Science System Almost Cost Us A Pioneer Of mRNA Vaccines“. WBUR-FM (enska). Sótt 27. apríl 2021.
- ↑ Kolata, Gina (15. janúar 2022). „Halting Progress and Happy Accidents: How mRNA Vaccines Were Made“. New York Times. Sótt 13. desember 2022.
- ↑ Cullis, Peter (14. apríl 2022). „Conversations: Learning lessons from lipids to make COVID-19 vaccines“. Cell. 185 (8): 1279–1282. doi:10.1016/j.cell.2022.03.026. PMC 8979763. PMID 35385689.
- ↑ „Biopharmaceutical Science: Katalin Karikó“. Tang Prize. Sótt 2. október 2023.
- ↑ Avril, Tom (10. janúar 2023). „Penn scientists are honored for mRNA research used in COVID vaccines“. Philadelphia Inquirer (enska). Sótt 21. júlí 2023.
- ↑ Kolata, Gina (8. apríl 2021). „Kati Kariko Helped Shield the World From the Coronavirus“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 21. júlí 2023.
- ↑ Singhi, Shaurya. „Penn researchers behind mRNA vaccine inducted into the American National Inventors Hall of Fame“. www.thedp.com (bandarísk enska). Sótt 21. júlí 2023.
- ↑ Atli Ísleifsson (1. október 2023). „Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir vísindin á bak við mRNA-bóluefni gegn Covid“. Vísir. Sótt 1. október 2023.
- ↑ Krisztina, Balogh (25. febrúar 2021). „Nagymama lett Karikó Katalin“. index.hu (ungverska). Sótt 8. mars 2021.
- ↑ „Csodaszép Karikó Katalin unokája“ [Katalin Karikó's beautiful grandson]. szeged.hu (ungverska). 1. mars 2021. Sótt 8. mars 2021.
- ↑ Barbaro, Michael (10. júní 2021). „The Unlikely Pioneer Behind mRNA Vaccines“. The Daily. The New York Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. desember 2021. Sótt 18. júní 2021.