Benjamin Netanyahu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Benjamin Netanyahu árið 2003.

Benjamin Netanyahu (hebreska: בִּנְיָמִין נְתַנְיָהוּ) (f. 21. október 1949 í Tel Aviv) er forsætisráðherra Ísraels.

Netanyahu gegndi starfi forsætisráðherra fyrir ísraelska íhaldsflokkinn frá júní 1996 til júlí 1999. Hann er fyrsti og eini forsætisráðherra landsins sem er fæddur eftir að ríkið var stofnað, árið 1948. Hann var einnig fjármálaráðherra landsins þar til 9. ágúst 2005 þegar hann sagði af sér í kjölfar áætlunar þáverandi forsætisráðherra landsins, Ariel Sharon, um að leggja niður landtökubyggðir Ísraela á Gaza. Hann náði aftur völdum í íhaldsflokknum þann 20. desember sama ár eftir brotthvarf Ariel Sharons.

Hann gengur oft undir gælunafninu Bibi.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.