Fara í innihald

Eldgosið við Litla-Hrút 2023

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
18. júlí.
26. júlí, 2023.
Eldgosið 11. júlí, 2023, frá Seltjarnarnesi.
Mynd frá gervihnettinum Copernicus.

Eldgosið við Litla-Hrút 2023 er eldgos sem hófst þann 10. júlí, síðdegis, við Litla-Hrút sem er á milli Keilis og Fagradalsfjalls. Sprunga opnaðist norðan við fjallið sem stækkaði ört og varð 900 metra löng. Eftir sólarhring minnkaði virknin og einangraðist hún í gíga og að lokum í einn gíg. Mikil gasmengun var á svæðinu og lokuðu yfirvöld aðgang að vegum fyrst um sinn. [1] Litlu síðar urðu miklir gróðureldar og svæðinu var lokað aftur. Það varð mesti mosabruni síðan skráningar hófust. [2] Gosmóðan náði allt til Vestfjarða.

Þann 14. júlí sameinaðist hraunið úr gosinu hrauninu úr Meradölum. Fyrstu vikuna var framleiðsla gossins 2-3 sinnum meiri en í Geldingadölum 2021. [3]

Þar sem gangan að gosinu var lengri en í fyrri gosum á svæðinu og fólk sýndi af sér gáleysislega hegðun var ákveðið að loka fyrir aðgang að svæðinu á kvöldin og á nóttunni. [4]

Í byrjun ágúst hafði hraunframleiðsla minnkað verulega og ályktuðu jarðfræðingar að stutt væri í goslok. [5] Frá 5. ágúst var engin virkni í gígnum.

Hraunflæði í gosinu þakti 1,5 ferkílómetra.


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Gossprungan þrefalt lengri en í fyrra Mbl.is, sótt 11/7 2023
  2. Mesti mosabruni frá því skráningar hófust Geymt 18 júlí 2023 í Wayback Machine Rúv.is, sótt 17/7 2023
  3. Eldgos við Litla-Hrút, niðurstöður mælinga Jarðvísindastofnun, sótt 17/7 2023.
  4. Framvegis lokað að gosstöðvunum á kvöldin Rúv, skoðað 23/7 2023
  5. Goslok líklega handan við hornið Rúv, sótt 1/8 2023