Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aðilar að ECOWAS

Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (enska: Economic Community of West African States, ECOWAS; franska: Communauté économique des États de l'Afrique de l'Ouest, CEDEAO) er efnahagsbandalag fimmtán Vestur-Afríkuríkja sem var stofnað með Lagossáttmálanum 28. maí 1975.

Aðildarlönd eru Benín, Búrkína Fasó, Fílabeinsströndin, Gambía, Gana, Gínea, Gínea-Bissá, Grænhöfðaeyjar, Líbería, Malí, Níger, Nígería, Senegal, Síerra Leóne og Tógó. Máritanía var áður aðili að bandalaginu en dró sig út úr því árið 2000. Átta þessara landa deila sama gjaldmiðli, CFA-frankanum. Níger, Malí og Búrkína Fasó tilkynna að þau séu að yfirgefa samtökin 28. janúar 2024, sem er fordæmalaus atburður frá stofnun ECOWAS, þar sem einkum er sagt að samtökin skorti aðstoð vegna hryðjuverka og saka þau um að vera undir áhrif erlendra ríkja.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.