Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aðilar að ECOWAS

Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (enska: Economic Community of West African States, ECOWAS; franska: Communauté économique des États de l'Afrique de l'Ouest, CEDEAO) er efnahagsbandalag fimmtán Vestur-Afríkuríkja sem var stofnað með Lagossáttmálanum 28. maí 1975.

Aðildarlönd eru Benín, Búrkína Fasó, Fílabeinsströndin, Gambía, Gana, Gínea, Gínea-Bissá, Grænhöfðaeyjar, Líbería, Malí, Níger, Nígería, Senegal, Síerra Leóne og Tógó. Máritanía var áður aðili að bandalaginu en dró sig út úr því árið 2000. Átta þessara landa deila sama gjaldmiðli, CFA-frankanum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.